Súpan sem hrekur kvef bak og burt

Kjúklingasúpa með núðlum og engifer er fullkomin á köldum vetrardögum.
Kjúklingasúpa með núðlum og engifer er fullkomin á köldum vetrardögum. mbl.is/Line Thit Klein

Það er farið að kólna í veðri og þá er gott að eiga þessa súpuuppskrift á kantinum. Kjúklingasúpa með núðlum, engifer og chili ætti að hrekja hvaða pest sem er úr líkamanum. Fyrir utan hvað súpur eru einstaklega auðveldar í framkvæmd og þægilegur matur.

Súpan sem hrekur kvef bak og burt

  • 3-4 kjúklingalæri
  • Vatn
  • 2 stórir hvítlaukar
  • 2 engiferskífur
  • Smávegis af chili
  • 2 gulrætur
  • Vorlaukur
  • 8 dl kjúklingakraftur
  • 250 g núdlur
  • 1-1½ msk. fíntsaxað engifer
  • Fíntsaxað chili, eftir smekk
  • ½ - 1 búnt af kóríander
  • 1½ msk. sojasósa
  • Safi af ½ - 1 lime

Aðferð:

  1. Setjið kjúklingalærin, hvítlauk, engiferskífur og chili í pott og fyllið með vatni þannig að það fljóti yfir kjötið. Sjóðið kjúklingin í vatninu í 35-40 mínútur. Takið lærin upp úr og rífið kjötið af beinunum. Hendið skinni og kjúklingabeinum. Sigtið súpuna og geymið.
  2. Skrælið gulræturnar og skerið í strimla. Skerið vorlaukinn í þunnar skífur á ská.
  3. Setjið súpuna aftur í pott og bætið við kjúklingakrafti. Leyfið suðunni að koma upp. Bætið núðlunum þá út í og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
  4. Þegar um 2 mínútur eru eftir þar til núðlurnar eru tilbúnar, bætið þá út í gulrótum, vorlauk, engifer, chili og kjúklingi. Sjóðið og kryddið jafnvel með sojasósu og lime-safa. Dreifið kóríander yfir.  
  5. Berið súpuna fram heita og leyfið sojasósu og lime að standa með fyrir þá sem vilja krydda sinn skammt aðeins meira.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka