Geggjaðar brauðbollur með kardimommukeim

mbl.is/María Gomez

Mat­ar­gerð þarf ekki að vera flók­in og oft er hægt að flýta vel fyr­ir sér með því að nota pakkamat sem sum­ir vilja meina að sé svindl. Sjálf er ég á al­gjör­lega önd­verðum meiði og nota eins mikið af pakka­vöru og ég mögu­lega get.

Ég hef oft bakað þess­ar dá­sam­legu boll­ur sem ættu eng­an að svíkja en hér er það hún María Gomez sem reyndi við þær og ger­ir það vel. Fyr­ir þá sem vilja fylgj­ast með mat­ar­gerð Maríu þá held­ur hún úti mat­ar­blogg­inu Paz.is

Geggjaðar brauðbollur með kardimommukeim

Vista Prenta

Skandi­nav­ísk­ar brauðboll­ur með kar­dimomm­u­keim

  • 1 pakki Toro Hvete­boller-duft
  • 50 gr. bráðið smjör eða smjör­líki (má líka nota 1/​2 dl matarol­íu í staðinn fyr­ir smjörið)
  • 3 dl volgt vatn

Aðferð:

  1. Setjið í hræri­vél­ar­skál eða þeyt­ara­skál duftið, smjörið og vatnið.
  2. Látið svo hnoðast vel í heil­ar fimm mín­út­ur þar til allt er orðið silkimjúkt og vel hnoðað sam­an. Ef þið hnoðið í hönd­un­um er best að hnoða vel í al­veg 10 mín­út­ur.
  3. Leyfið svo deig­inu að hef­ast í 10 mín­út­ur Rúllið svo deig­inu í pylsu og skerið út í 12-16 jafna hluta. Mótið svo fal­leg­ar boll­ur úr hverj­um hluta og raðið á bök­un­ar­plötu með smjörpappa.
  4. Ekki setja í eld­fast mót eins og ég er með á mynd­un­um það þarf þá að bak­ast leng­ur og meira vesen, best að leyfa boll­un­um að hafa eins og 5 cm bil á milli sín.
  5. Breiðið nú stykki yfir boll­urn­ar og látið hef­ast í 1 klst. eða þar til þær hafa tvö­fald­ast að stærð. Gott er að smyrja eggi og mjólk blönduðu sam­an á boll­urn­ar rétt áður en þær fara í ofn­inn.
  6. Bakið við 225 C°án blást­urs eða 215 C°með blæstri í um 10 mín­út­ur. Látið svo kólna ör­lítið.
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert