LKL svínarif með sturluðu meðlæti

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Hinn eini sanni Ragn­ar Freyr Ingvars­son ákvað að strengja ára­móta­heit en hét sér því að það myndi ekki ein­kenn­ast af of­stopa eða bylt­ing­ar­kennd­um aðferðum. Hófstillt skyldi það vera og fel­ast aðallega í holl­ara matræði og minni kol­vetnainn­töku. Af því til­efni skellti hann í þessi óheyri­lega girni­legu svínarif sem eru sann­ar­lega lág­kol­vetna.

LKL svínarif með sturluðu meðlæti

Vista Prenta
LKL byrj­un á ár­inu: Ótrú­lega ljúf­feng lang­elduð svínarif með hvít­lauk og timj­an og rauðkáls remoula­de

Þessa máltíð gerði ég fljót­lega eft­ir ára­mót. Þó að þarna sé smá­veg­is af brytjuðu epli og ögn af hlyns­írópi þá er það í nógu litlu magni til þess að þessi máltíð telj­ist vera lág­kol­vetna.

Fyr­ir 6 manns
  • 3 kg svínarif
  • 3 msk hvít­lauk­sol­ía
  • nokkr­ar grein­ar af fersku timj­an
  • 2 heil­ir hvít­lauk­ar
  • 2 msk hlyns­íróp
  • 1 lít­ill rauðkáls­haus
  • 4 msk maj­ónes
  • 1 epli
  • 2 msk hlyns­íróp
Aðferð:
  1. Fyrst var að koma svínarifj­un­um fyr­ir í eld­fast mót. Pensla þau með hvít­lauk­sol­íu, salta og pipra.
  2. Ég er al­ger hvít­lauks­fík­ill - svo að ég notaði tvo heila hvít­lauka.
  3. Þeir hitna og sjóða og gefa frá sér dá­sam­lega ang­an sem mun um­lykja svína­kjötið. Svo lagði ég grein af fersku timj­an á rif­in - sem munu líka gefa svína­kjöt­inu dá­sam­legt bragð.
  4. Þá setti ég álp­app­ír yfir eld­fasta mótið og bakaði í ofni í tvær til þrjár klukku­stund­ir við 150-160 gráður.
  5. Marg­ir eiga rauðkáls­haus af­gangs inn í kæli og því er þetta aug­ljós leið til að nýta það á far­sæl­an hátt. Eng­inn vill taka þátt í mat­ar­sóun.
  6. Ég held að ég sé ekki einn um það að finn­ast þverskor­inn rauðkáls­haus - ótrú­lega fal­leg sjón! Lista­verk frá nátt­úr­unn­ar hendi.
  7. Rauðkálið var svo hakkað í mat­vinnslu­vél ásamt flysjuðu epli, bragðbætt með maj­ónesi, hlyns­írópi, salti og pip­ar.
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert