Morgunverður fyrir meistara

Við erum til í þessa girnilegu samsetningu.
Við erum til í þessa girnilegu samsetningu. mbl.is/Therecipecritic.com

Það er ekki annað hægt en að hlakka til að vakna á morgn­ana við morg­un­verð sem þenn­an. Ef þú elsk­ar mat með mexí­kósku ívafi er þetta eitt­hvað fyr­ir þig því það ger­ist eitt­hvað dá­sam­legt hjá bragðlauk­un­um þegar egg, avoca­do og jalapenjo mæt­ast.

Morgunverður fyrir meistara

Vista Prenta

Morg­un­verður meist­ar­ans

  • 8 egg
  • ½ tsk. flögu­salt, t.d. Maldon eða frá Salt­verk
  • ¼ tsk. svart­ur pip­ar
  • ¼ tsk. brodd­kúmen
  • 1/​8 tsk. cayenne-pip­ar
  • ¼ bolli kórí­and­er, saxað
  • 1 dós svart­ar baun­ir
  • 1 avoca­do
  • 1 tóm­at­ur, skor­inn í litla bita
  • 115 g jalapenjo-ost­ur, skor­inn í bita

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°.
  2. Blandið sam­an eggj­um, salti, pip­ar, brodd­kúm­in og cayenne-pip­ar.
  3. Spreyið bolla­köku­form með bök­un­ar­spreyi.
  4. Setjið svart­ar baun­ir, kórí­and­er, avoca­do, tóm­ata og jalapenjo-ost í formin og hellið eggj­un­um yfir þannig að það fylli ¾ af form­inu.
  5. Bakið í 22-25 mín­út­ur. Bök­urn­ar munu blása upp en falla þegar þú tek­ur þær úr ofn­in­um.
  6. Skreytið með aðeins meiri avoca­do og berið fram – eða setjið í frysti til að geyma þar til seinna.

Aðrar hug­mynd­ir að hrá­efn­um:

  • Skinka, lauk­ur, chedd­ar og papríka
  • Spínat, svepp­ir og chedd­ar
  • Svart­ar baun­ir, chili og chedd­ar
Hráefnið sem til þarf í bragðgóðan morgunverð.
Hrá­efnið sem til þarf í bragðgóðan morg­un­verð. mbl.is/​Th­erecipec­ritic.com
Snilldin ein að nota bollakökuform í fleira en mjúkar múffur.
Snilld­in ein að nota bolla­köku­form í fleira en mjúk­ar múff­ur. mbl.is/​Th­erecipec­ritic.com
Hversu girnilegt!
Hversu girni­legt! mbl.is/​Th­erecipec­ritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert