Það er ekkert grín að vera á ketó og þrá bara köku! Hanna er hins vegar búin að leysa það snilldarvel og hér gefur að líta ketó köku sem er algör snilld. Sjálf segir Hanna um kökuna:
„Það hefur verið smá erfitt að finna ketó eftirrétt fyrir ketó fólkið í kringum mig. Þessi kaka er mjög einföld og fljótleg. Þar sem ég hef aldrei notað sætuefni áður tók nokkurn tíma að finna þessi í sætuefnafrumskóginum en það tókst. Kakan er góð og einnig dagana á eftir.“
Matarbloggið hennar Hönnu.
Ketó kaka
- 2 egg
- 1 dl sæta sem er með sömu áferð og hvítur sykur (nota Xylo Sweet – mynd fyrir neðan)
- ¼ dl hnetusmjör
- 50 g smjör
- ½ dl möndlumjöl
- 1 tsk. lyftiduft
- 3 dl rjómi
- 1 msk. súkkulaðisíróp (nota Torani chocolate flavoring syrop)
- ½ tsk. vanilluessens
Verklýsing
- Ofninn hitaður í 180°C
- Egg og sætan þeytt saman
- Smjör og hnetusmjör sett út í – hrært aðeins
- Möndlumjöli og lyftidufti bætt við – hrært
- Deigið sett í 20 cm smelluform (smjörpappír í botninn) og bakað í u.þ.b. 25 mínútur
- Kakan látin kólna
- Rjóminn þeyttur og súkkulaðisætunni blandað saman við
- Kakan tekin úr forminu og sett á disk
- Rjóminn settur ofan á og kakan skreytt með möluðum hnetum og/eða ögn af kakói stráð yfir