Bleikjusalatið sem kemur þér í gegnum vikuna

mbl.is/María Gomez

Þetta sal­at er það sem við mynd­um skil­greina sem full­komna byrj­un á viku sem er mörg­um erfið. Ekki ör­vænta því sal­atið er bæði snar­grenn­andi og ótrú­lega bragðgott. Svo gott reynd­ar að þið fáið þá auka orku sem þið þurfið til að kom­ast í gegn­um þessa síðustu daga janú­ar.

Sal­atið er pakkað af Omega-3 fitu­sýr­um og ann­arri hollri fitu. Þar mæt­ist sæta á móti söltu, en sæt mel­ón­an og sól­blóma­fræ­in eru full­komið mót­vægi við salt­ar ólíf­urn­ar, feta­ost­inn og fisk­inn. Þið bara verðið að prófa. Höf­und­ur upp­skrift­ar er hin eina sanna María Gomez en mat­ar­bloggið henn­ar heit­ir ein­mitt Paz.is

mbl.is/​María Gomez

Bleikjusalatið sem kemur þér í gegnum vikuna

Vista Prenta

Bleikju­sal­atið sem kem­ur þér í gegn­um vik­una
fyr­ir 2

  • 1/​2-1 flak af­gangs­bleikja þ.e. elduð og kæld
  • 1 box Piccolotóm­at­ar
  • Græn­ar ólíf­ur (magn eft­ir smekk)
  • 1/​2 bolli sól­blóma­fræ
  • 1 tsk. tam­arisósa
  • 2 tsk. hun­ang
  • Hálf gul mel­óna (hun­angs­mel­óna)
  • 1 poki kletta­sal­at
  • 1 dl feta­ost­ur
  • Dress­ing:
  • 1 dl grísk jóg­úrt
  • 1/​2 dl Sweet chili-sósa

Aðferð: 

  1. Byrjið á að rista fræ­in á pönnu með tamarísós­unni og hun­ang­inu.
  2. Setjið í frysti og kælið.
  3. Skerið næst mel­ón­una í bolta ef þið eigið þannig skeið. Ann­ars bara í bita.
  4. Raðið kletta­sal­at­inu á disk.
  5. Bætið svo tómöt­um, mel­ónu, ólíf­um og feta­ost­in­um út á.
  6. Stráið fræj­un­um svo yfir að lok­um og gerið dress­ing­una.
  7. Jóg­úrt og Sweet chili-sósu er hrært sam­an og má þess vegna salta ögn.
  8. Berið svo dress­ing­una fram með sal­at­inu.
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert