Snakkið sem þú getur ekki hætt að borða

Við mælum með blómkálssnakki, stökku og bragðgóðu.
Við mælum með blómkálssnakki, stökku og bragðgóðu. mbl.is/Chelsea Lupkin

Við get­um ekki hætt að birta upp­skrift­ir sem inni­halda blóm­kál, enda svo spenn­andi hrá­efni. Hér er blóm­kálssnakk sem þú munt ekki geta sleppt úr aug­sýn – svo gott er það. Aðal­atriðið í þess­ari upp­skrift er að ná sem mest­um vökv­an­um úr blóm­kál­inu til að snakkið verði stökkt og gott.

Snakkið sem þú get­ur ekki hætt að borða

Vista Prenta

Snakkið sem þú get­ur ekki hætt að borða

  • 2 boll­ar blóm­kál, rifið
  • 1½ bolli rif­inn par­mes­an
  • 2 tsk. krydd að eig­in vali (t.d. ranch sea­son­ing)
  • Pip­ar
  • Bök­un­ar­sprey

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 190°. Setjið pök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og spreyið vel með bök­un­ar­spreyi.
  2. Rífið blóm­kálið niður með rif­járni þannig að það lík­ist hrís­grjón­um. Setjið í skál og inn í ör­bylgju á háum hita í 1 mín­útu. Hrærið aðeins í og setjið aft­ur í ör­bylgju í 1 mín­útu. Hellið blóm­kál­inu yfir á hreint viska­stykki og kreistið eins mik­inn vökva úr og mögu­legt er. Setjið því næst blóm­kálið aft­ur í skál­ina.
  3. Bætið par­mes­an og kryddi sam­an við blóm­kálið og blandið vel sam­an. Piprið.
  4. Notið litla sveiglaga köku­skeið eða mat­skeið til að setja blóm­káls­blönd­una á bök­un­ar­plöt­una. Fletjið ör­lítið út með skeiðinni þannig að bland­an myndi hring. End­ur­takið en hafið sirka 2 cm á milli.
  5. Bakið í 12 mín­út­ur þar til flög­urn­ar eru orðnar gyllt­ar á end­un­um. Leyfið að kólna áður en snakkið er borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert