Við getum ekki hætt að birta uppskriftir sem innihalda blómkál, enda svo spennandi hráefni. Hér er blómkálssnakk sem þú munt ekki geta sleppt úr augsýn – svo gott er það. Aðalatriðið í þessari uppskrift er að ná sem mestum vökvanum úr blómkálinu til að snakkið verði stökkt og gott.
Snakkið sem þú getur ekki hætt að borða
Snakkið sem þú getur ekki hætt að borða
- 2 bollar blómkál, rifið
- 1½ bolli rifinn parmesan
- 2 tsk. krydd að eigin vali (t.d. ranch seasoning)
- Pipar
- Bökunarsprey
Aðferð:
- Hitið ofninn í 190°. Setjið pökunarpappír á bökunarplötu og spreyið vel með bökunarspreyi.
- Rífið blómkálið niður með rifjárni þannig að það líkist hrísgrjónum. Setjið í skál og inn í örbylgju á háum hita í 1 mínútu. Hrærið aðeins í og setjið aftur í örbylgju í 1 mínútu. Hellið blómkálinu yfir á hreint viskastykki og kreistið eins mikinn vökva úr og mögulegt er. Setjið því næst blómkálið aftur í skálina.
- Bætið parmesan og kryddi saman við blómkálið og blandið vel saman. Piprið.
- Notið litla sveiglaga kökuskeið eða matskeið til að setja blómkálsblönduna á bökunarplötuna. Fletjið örlítið út með skeiðinni þannig að blandan myndi hring. Endurtakið en hafið sirka 2 cm á milli.
- Bakið í 12 mínútur þar til flögurnar eru orðnar gylltar á endunum. Leyfið að kólna áður en snakkið er borið fram.