Ljúffengir hafraklattar sem eru fullkomnir í nestið

mbl.is/Linda Ben

Þess­ir hafraklatt­ar eru ekki bara fljót­leg­ir að út­búa, þeir eru sér­stak­lega bragðgóðir og holl­ir líka. Það er Arna mjólk­ur­vinnsla sem deil­ir þess­ari upp­skrift með okk­ur og ættu þeir að henta sér­lega vel í nestið og sem milli­mál.

Ljúffengir hafraklattar sem eru fullkomnir í nestið

Vista Prenta

Það sem þú þarft:

  • 2 og 1/​4 dl haframjöl
  • 1/​2 dl möndl­umjöl (gróft malaðar möndlu­f­lög­ur virka flott)
  • 1/​2 dl möluð hör­fræ eða chia-fræ (líka hægt að nota bæði ef þú átt báðar teg­und­irn­ar til)
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • klípa af salti
  • 1 og 1/​2 tsk. kanill
  • 1/​2 dl hun­ang
  • 3 msk. bragðlít­il olía
  • 120 ml Þykk AB-mjólk frá Örnu, vanillu
  • 1/​2 dl rús­ín­ur (má sleppa)
  • 1/​2 dl saxaðar pek­an­hnet­ur

Aðferð: 

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 175°C.
  2. Blandið sam­an haframjöli, möndl­umjöli, fræj­um, lyfti­dufti, salti og kanil.
  3. Bætið sam­an við hun­angi, olíu, AB-mjólk, rús­ín­um og pek­an­hnet­um, blandið sam­an við.
  4. Setjið smjörpapp­ír á ofn­plötu og út­búið kök­ur úr deig­inu (1 kaka = 1 msk. deig). Bakið kök­urn­ar í ofni í 15 mín.
mbl.is/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert