Þessir hafraklattar eru ekki bara fljótlegir að útbúa, þeir eru sérstaklega bragðgóðir og hollir líka. Það er Arna mjólkurvinnsla sem deilir þessari uppskrift með okkur og ættu þeir að henta sérlega vel í nestið og sem millimál.
Það sem þú þarft:
- 2 og 1/4 dl haframjöl
- 1/2 dl möndlumjöl (gróft malaðar möndluflögur virka flott)
- 1/2 dl möluð hörfræ eða chia-fræ (líka hægt að nota bæði ef þú átt báðar tegundirnar til)
- 1 tsk. lyftiduft
- klípa af salti
- 1 og 1/2 tsk. kanill
- 1/2 dl hunang
- 3 msk. bragðlítil olía
- 120 ml Þykk AB-mjólk frá Örnu, vanillu
- 1/2 dl rúsínur (má sleppa)
- 1/2 dl saxaðar pekanhnetur
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
- Blandið saman haframjöli, möndlumjöli, fræjum, lyftidufti, salti og kanil.
- Bætið saman við hunangi, olíu, AB-mjólk, rúsínum og pekanhnetum, blandið saman við.
- Setjið smjörpappír á ofnplötu og útbúið kökur úr deiginu (1 kaka = 1 msk. deig). Bakið kökurnar í ofni í 15 mín.