Svona er morgunmatur flugfreyjunnar

mbl.is/María Gomez

Flug­freyj­ur þurfa að vakna á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins og þegar það er sér­lega snemma, eins og oft vill verða, er nauðsyn­legt að hafa góðan morg­un­verð hand­bær­an sem trygg­ir orku og vellíðan.

María Gomez á Paz.is þekk­ir þetta manna best og hér deil­ir hún at­vinnu­leynd­ar­máli sínu.

Svona er morgunmatur flugfreyjunnar

Vista Prenta

Morg­un­mat­ur flug­freyj­unn­ar

Upp­skrift­in miðast við 1

  • 1/​2 bolli grísk Jóg­úrt
  • 1 tsk. chia-fræ
  • Lúka af fersk­um blá­berj­um
  • Lófa­fylli af ávaxtamús­lí (Früchte Müsli) frá Ra­punzel
  • Ristað líf­rænt ræktað kókós­mjöl eða kókós­flög­ur frá Ra­punzel
  • 3-4 pek­an-hnet­ur
  • Ra­punzel döðlus­íróp eft­ir smekk yfir topp­inn
  • Um helg­ar er rosa gott að toppa þetta með súkkulaðikókós­bit­un­um frá Ra­punzel sem er holl­ari út­gáf­an af Bounty

Aðferð

Byrjið fyrst af öllu á að setja eina tsk. af chia-fræj­um sam­an við 1 msk. af vatni og látið standa í ör­litla stund meðan þið takið fram rest­ina af hrá­efn­inu og ristið kókós­mjöl eða kókós­flög­ur.

  1. Setjið svo jóg­úrt­ina í skál og hrærið út­bleyttu chia-fræj­un­um og blá­berj­un­um ró­lega sam­an við
  2. Setjið svo mús­líið næst yfir og toppið með ristaða kókós­in­um
  3. Myljið svo pek­an-hnet­urn­ar með fingr­un­um yfir allt og berið fram með döðlus­íróp­inu sem er sett efst ofan á allt heila klabbið eins og sósa
  4. Um helg­ar er svo gott að skera kókós­bit­ana niður og setja yfir svona spari

Einnig er hægt að setja morg­un­mat­inn í krukk­ur eins og ég geri hér til að taka með í nesti. En þá er best að setja bara eitt lag í einu og hræra svo öllu sam­an eft­ir á.

mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka