100 ára partýkisa ljóstrar upp leyndarmáli langlífis

Galdurinn á bak við langlífi er vínglas á dag, samkvæmt …
Galdurinn á bak við langlífi er vínglas á dag, samkvæmt afmælisbarninu Florence Bearse, sem fagnaði 100 ára afmæli fyrir ekki svo löngu. mbl.is/Newideafood.com.au

Við höfum lesið margar greinar um hvernig megi halda sér í formi og lifa lengur en aðrir. Stunda líkamsrækt, borða hollt og hætta að reykja eru nokkur af þeim töfratrixum sem finnast í bókinni. Best er þó að spyrja vitra menn og konur sem ná á þriggja stafa aldurinn hver galdurinn sé á bak við langlífi.

Nýverið fagnaði Florence Bearse 100 ára afmæli sínu í New York. Hún var spurð þessarar merku spurningar og svarið var einfalt: hún drekkur rauðvín daglega. Ýmsar rannsóknir styðja við bakið á Florence eins og að minni líkur eru á heilablóðfalli, sykursýki 2 og hjartasjúkdómum. Sumir vilja meina að vínglas á dag dragi einnig úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimer og Parkinsons. Heilt á litið virðist afmælisbarnið vita hvað hún syngur.  

Þið afsakið annars orðavalið en það er bara eitthvað óheyrilega svalt við að vera 100 ára partýkisa.

Hundrað ára partýkisan Florence Bearse segir það algjörlega nauðsynlegt að …
Hundrað ára partýkisan Florence Bearse segir það algjörlega nauðsynlegt að fá sér vínglas á hverjum degi.
mbl.is/Newideafood.com.au
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert