Eggjabaka með grænmeti og salami

mbl.is/Silla Páls

Meist­ari Al­bert veit hvað hann syng­ur og hér er hann með eggja­böku sem er al­gjör snilld – bæði í morg­un­mat og síðan bara all­an dag­inn og langt fram á kvöld. Eggja­kök­ur eru nefni­lega al­gjör snilld. Snar­holl­ar og dá­sam­lega bragðgóðar.

Mat­ar­bloggið hans Al­berts er hægt að nálgst HÉR

Eggjabaka með grænmeti og salami

Vista Prenta

Eggja­baka með græn­meti og salami 

Það er mik­ill kost­ur við eggja­bök­ur að hægt er að nota það græn­meti sem til er í ís­skápn­um, hlut­föll­in skipta held­ur ekki öllu máli. Eggja­bök­ur eins og þessi eru al­veg jafn góðar þótt þær séu ekki borðaðar beint úr ofn­in­um. Meðlætið get­ur verið sum­ar­legt sal­at og sinn­epssósa (maj­o­nes, sinn­ep og ör­lítið hun­ang). 

Eggja­baka með græn­meti og salami

  • 3-4 plöt­ur smjör­deig, eft­ir stærðinni á form­inu sem þið notið
  • 1 b. saxaður blaðlauk­ur
  • 1 haus spergilkál, skor­inn í litl­ar grein­ar
  • 2 paprik­ur, rauð og app­el­sínu­gul, saxaðar
  • 2-3 msk. olía
  • ½ dós Pip­arrjóma­ost­ur
  • 5-6 sneiðar salami skor­in í bita (eða skinka)
  • 6-8 egg
  • 1 dl rjómi
  • 2-3 tóm­at­ar skorn­ir í sneiðar
  • 1 ca­m­em­bert-ost­ur skor­inn í sneiðar

Aðferð:

  1. Fletjið smjör­deigið út og leggið í böku­form.
  2. Létt­steikið blaðlauk, spergilkál og papriku í olíu á pönnu í nokkr­ar mín­út­ur, græn­metið á ekki að brún­ast.
  3. Hrærið rjóma­ost­in­um sam­an við græn­metið og hellið öllu yfir smjör­deigið.
  4. Dreifið salami yfir.
  5. Þeytið sam­an í skál egg og rjóma og hellið yfir.
  6. Raðið tóm­atsneiðunum ofan á og síðan ca­m­em­bert-ost­in­um.
  7. Stráið svört­um pip­ar yfir. Bakið í 40 mín­út­ur við 180°C.
mbl.is/​Silla Páls
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert