Hægeldaðir lambaskankar í ómótstæðilegri rauðvínssósu

mbl.is/Linda Ben

Það er eig­in­lega bara ekk­ert sem get­ur toppað þá hug­mynd að hæg­elda lambaskanka í heil­an dag meðan snjór­inn fell­ur og vet­ur­inn er í há­marki. Þetta er jú síðasta helg­in í janú­ar og strax næstu helgi verður allt tölu­vert létt­ara. Það er því lítið annað að gera en að slaka á og leyfa sér að njóta kósí­heit­anna.

Upp­skrift­in er úr smiðju hinn­ar einu sönnu Lindu Ben en mat­ar­bloggið henn­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Hægeldaðir lambaskankar í ómótstæðilegri rauðvínssósu

Vista Prenta

Hæg­eldaðir lambaskank­ar í  rauðvínssósu

  • 4 lambaskank­ar
  • Salt og pip­ar
  • Steik­ingarol­ía
  • 1 rauðlauk­ur
  • 6 frek­ar litl­ar ísl. gul­ræt­ur
  • 100 g svepp­ir
  • 1 paprika
  • 7-8 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 kúfuð tsk. tóm­at­púrra
  • 2 dl bragðmikið rauðvín
  • 1 l vatn
  • 3 tsk. fljót­andi nautakraft­ur
  • 3 tsk. fljót­andi kjúk­lingakraft­ur
  • 3 grein­ar ferskt timj­an
  • 6 grein­ar ferskt rós­marín

Aðferð:

  1. Kryddið lambaskank­ana með salti og pip­ar, steikið á heitri djúpri pönnu/​potti upp úr olíu á öll­um hliðum til að loka kjöt­inu. Takið kjötið af pönn­unni.
  2. Skerið rauðlauk­inn og steikið létt, skerið gul­ræt­urn­ar niður og bætið þeim á pönn­una, skerið svepp­ina og paprik­una og bætið á pönn­una. Pressið hvít­lauks­geir­ana út á pönn­una og steikið létt.
  3. Setjið hakkaða tóm­ata og tóm­at­púrru á pönn­una og blandið öllu vel sam­an.
  4. Bætið 2 dl af bragðmiklu rauðvíni á pönn­una ásamt vatni, nautakrafti og kjúk­lingakrafti. Náið upp suðu og bætið svo lamba­skönk­un­um út í ásamt fersk­um kryd­d­jurt­um, setjið lokið á pott­inn og leyfið að malla í 2 klukku­tíma.
  5. Takið lokið af pott­in­um og leyfið að malla ró­lega í 30 mín. í viðbót.
  6. Hér er hægt að taka pásu og leyfa pönn­unni að bíða yfir nótt í ís­skáp eða halda beint áfram.
  7. Takið kjötið upp úr pönn­unni og geymið á disk und­ir álp­app­ír. Sjóðið sós­una í u.þ.b. 15 mín. og kryddið hana til með salti og pip­ar. Það er smekks­atriði hvort þú vilj­ir setja töfra­sprota ofan í sós­una og aðeins mauka græn­metið í nokkr­ar sek., en það er líka hægt að sleppa því.
  8. Berið lambaskank­ana fram með kart­öflumús og sós­unni, fal­legt að skreyta með fersku timj­an.
mbl.is/​Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert