Kakan sem sendir þig í annan heim

Halló girnilegasta kaka ársins.
Halló girnilegasta kaka ársins. mbl.is/Frederikke Wærens

Það er eitt­hvað rosa­legt sem kem­ur fyr­ir bragðlauk­ana þegar þessi bomba læðist inn fyr­ir var­irn­ar. Þessa köku er erfitt að stand­ast og við eig­um að láta það eft­ir okk­ur að smakka. Hér ræðir um brownie með popp­korns-súkkulaðifyll­ingu og dökku súkkulaði. Halló unaðsbomba!

Kakan sem sendir þig í annan heim

Vista Prenta

Kak­an sem send­ir þig í ann­an heim

Brownie:

  • 100 g smjör
  • 2 egg
  • 175 g syk­ur
  • 50 g hveiti
  • 1 msk. vanillu­syk­ur
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 2 msk. kakó

Annað:

  • 300 g mjólk­ursúkkulaði
  • 50 g smjör
  • 24 g popp­korn
  • 50 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Brownie: Bræðið smjörið og leyfið því aðeins að kólna.
  2. Þeytið syk­ur og egg þar til bland­an verður ljós og létt. Setjið þur­refn­in út í blandið var­lega sam­an. Setjið smjörið út í og þeytið sam­an. Hellið deig­inu í bök­un­ar­form (21x21 cm) klætt bök­un­ar­papp­ír og bakið við 175° í 30 mín­út­ur.
  1. Bræðið mjólk­ursúkkulaði og smjör í potti við væg­an hita. Blandið popp­korni í pott­inn og dreifið blönd­unni yfir nýbakaða brownie-botn­inn. Ýtið popp­inu vel niður í köku­botn­inn.
  2. Bræðið dökka súkkulaðið og dreypið yfir kök­una.
  3. Setjið kök­una í kæli þar til súkkulaðið hef­ur storknað og berið síðan fram.
Poppblöndunni er smurt á brownie-botninn.
Popp­blönd­unni er smurt á brownie-botn­inn. mbl.is/​Frederikke Wær­ens
mbl.is/​Frederikke Wær­ens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert