Blómkálsbaka sem þú verður að smakka

Einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt.
Einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt. mbl.is/Winnie Methmann

Blóm­kál og svepp­ir eru frá­bært kom­bó og smakk­ast al­veg dá­sam­lega vel, sér­stak­lega ristað í ofni eins og við sjá­um hér. Stökk­ur hafra­botn í böku sem þú munt al­veg ör­ugg­lega gera aft­ur og aft­ur – svo góð er hún. Það er næst­um óhætt að full­yrða að hér sé besta blóm­káls­baka í heimi, þar til annað kem­ur í ljós.

Blómkálsbaka sem þú verður að smakka

Vista Prenta

Blóm­káls­baka sem þú verður að smakka

  • 1 blóm­káls­haus
  • 250 g svepp­ir
  • 1 lauk­ur
  • 1 msk ólífu­olía
  • salt og pip­ar
  • 5 egg
  • 1 dl mjólk
  • hand­fylli ferskt timí­an
  • 25 g par­mes­an

Tertu­botn:

  • 250 g haframjöl
  • 1 tsk salt
  • 1 egg
  • 1 eggja­hvíta
  • ½ dl ólífu­olía
  • ½ dl vatn
  • 1 tertu­form

 

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 220°.
  2. Skerið blóm­kál og sveppi í sneiðar. Skerið einnig lauk­inn í þunn­ar sneiðar og dreifið öllu á bök­un­ar­plötu með bök­un­ar­papp­ír. Dreifið ólífu­olíu yfir og saltið. Bakið í ofni í 25 mín­út­ur, þar til græn­metið er orðið fal­lega gyllt.
  3. Tertu­botn: Blandið hafra­grjóni og hveiti sam­an í mat­vinnslu­vél, þar til bland­an verður mjög fín. Bætið við salti, eggi, eggja­hvítu og olíu og blandið vel sam­an í deig. Bætið vatni smátt út í þar til deigið verður mjúkt og meðfæri­legt. Rúllið því út á milli tveggja arka af bök­un­ar­papp­ír og setjið var­lega yfir í tertu­formið. Notið gaffal til að stinga í deigið og bakið við 220° í ofni í 10 mín­út­ur.
  4. Pískið egg og mjólk sam­an, salt, pip­ar og 1 msk. af fín­söxuðu timí­an. Dreifið bökuðu græn­met­inu og svepp­un­um á tertu­botn­inn og hellið eggja­blönd­unni yfir. Dreifið par­mes­an yfir og inn í ofn í 15 mín­út­ur, eða þar til eggjamass­inn er bakaður.
  5. Skreytið með timí­an og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert