Kjúklingabollur sem börnin elska

Ljúffengar orkubollur sem munu renna hratt niður í svanga maga.
Ljúffengar orkubollur sem munu renna hratt niður í svanga maga. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen_madiblokken.blogspot.com

Gott, hollt, girnilegt og einfalt – er hægt að biðja um eitthvað meira? Hér er uppskrift að kjúklingabollum, fullum af orku og frábærum til að taka með í nesti, þá bæði fyrir börn og fullorðna.

Orkubollur sem börnin elska (sirka 18 stk.)

  • 400 g kjúklingahakk
  • 1 rauðlaukur
  • 1 gulrót
  • ½ papríka, rauð
  • Spínat, handfylli
  • 1 egg
  • 2 msk. hveiti
  • Salt og pipar (mælum með salti frá Nicolas Vahé með parmesan og basilikum)

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnum saman.
  2. Mótið í bollur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Penslið bollurnar með ólífuolíu.
  3. Steikið í miðjum ofni á 180° á blæstri í 25-30 mínútur.
Grænmetið sem til þarf.
Grænmetið sem til þarf. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen_madiblokken.blogspot.com
Öllu blandað saman og mótað í litlar bollur.
Öllu blandað saman og mótað í litlar bollur. mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen_madiblokken.blogspot.com
mbl.is/Sidsel Jensine Kristensen_madiblokken.blogspot.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka