Stórkostlegar kjötbollur með piparostafyllingu og piparostasósa með sveppum

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Nú geta frostbitin hjörtu tekið gleði sína því þessi réttur er einn af þeim sem gerir allt betra. Hér erum við tala um flest það sem við elskum heitast; kjötbollur, piparosta, piparostasósu og allt hitt gúmmelaðið sem gerir lífið betra. 

Það er engin önnur en Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á þessa uppskrift og eins og hennar er von og vísa þá klikkar hún ekki. 

Ofnbakaðar kjötbollur með bbq- og piparostafyllingu og piparostasósa með sveppum (uppskrift fyrir 5-6 manns)

  • 850 g blanda af nauta- og svínahakki (líka hægt að nota bara nautahakk)
  • 1 lítill laukur, hakkaður
  • smjör
  • 1 msk sykur
  • 1/2 dl bbq-sósa
  • 1 egg
  • 75 g (hálf askja) laktósafrír kryddostur með pipar frá Örnu, skorinn í teninga

Hakkið laukinn og steikið upp úr smjöri þar til mjúkur. Stráið sykri yfir og steikið áfram í um 1 mínútu. Setjið laukinn í skál ásamt hakki, bbq-sósu, eggi og kryddosti. Blandið öllu vel saman (ég læt hrærivélina taka nokkra snúninga með K-inu). Mótið kjötbollur  (ég gerði 16 stórar bollur) og raðið á bökunarpappirsklædda ofnplötu. Bakið við 180° í um 20 mínútur.

Piparostasósa með sveppum

  • um 5 sveppir, sneiddir
  • smjör
  • pipar
  • 75 g (hálf askja) laktósafrír kryddostur með pipar frá Örnu
  • 2,5 dl rjómi frá Örnu
  • 1 grænmetisteningur

Bræðið smjör í potti við meðalháan hita og steikið sveppina í nokkrar mínútur. Kryddið með pipar og hellið rjóma yfir. Bætið grænmetisteningi og kryddosti í pottinn og látið bráðna í rjómanum.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert