Stórkostlegar kjötbollur með piparostafyllingu og piparostasósa með sveppum

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Nú geta frost­bit­in hjörtu tekið gleði sína því þessi rétt­ur er einn af þeim sem ger­ir allt betra. Hér erum við tala um flest það sem við elsk­um heit­ast; kjöt­boll­ur, pip­arosta, pip­arostasósu og allt hitt gúm­melaðið sem ger­ir lífið betra. 

Það er eng­in önn­ur en Svava Gunn­ars á Ljúf­meti og lekk­er­heit sem á þessa upp­skrift og eins og henn­ar er von og vísa þá klikk­ar hún ekki. 

Stórkostlegar kjötbollur með piparostafyllingu og piparostasósa með sveppum

Vista Prenta

Ofn­bakaðar kjöt­boll­ur með bbq- og pip­arosta­fyll­ingu og pip­arostasósa með svepp­um (upp­skrift fyr­ir 5-6 manns)

  • 850 g blanda af nauta- og svína­hakki (líka hægt að nota bara nauta­hakk)
  • 1 lít­ill lauk­ur, hakkaður
  • smjör
  • 1 msk syk­ur
  • 1/​2 dl bbq-sósa
  • 1 egg
  • 75 g (hálf askja) laktósa­frír kryddost­ur með pip­ar frá Örnu, skor­inn í ten­inga

Hakkið lauk­inn og steikið upp úr smjöri þar til mjúk­ur. Stráið sykri yfir og steikið áfram í um 1 mín­útu. Setjið lauk­inn í skál ásamt hakki, bbq-sósu, eggi og kryddosti. Blandið öllu vel sam­an (ég læt hræri­vél­ina taka nokkra snún­inga með K-inu). Mótið kjöt­boll­ur  (ég gerði 16 stór­ar boll­ur) og raðið á bök­un­ar­papp­irsklædda ofn­plötu. Bakið við 180° í um 20 mín­út­ur.

Pip­arostasósa með svepp­um

  • um 5 svepp­ir, sneidd­ir
  • smjör
  • pip­ar
  • 75 g (hálf askja) laktósa­frír kryddost­ur með pip­ar frá Örnu
  • 2,5 dl rjómi frá Örnu
  • 1 græn­metisten­ing­ur

Bræðið smjör í potti við meðal­há­an hita og steikið svepp­ina í nokkr­ar mín­út­ur. Kryddið með pip­ar og hellið rjóma yfir. Bætið græn­metisten­ingi og kryddosti í pott­inn og látið bráðna í rjóm­an­um.

mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is/​Svava Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert