Lágkolvetna serrano vafin grísasteik sem toppar vikuna

mbl.is/Einn, tveir og elda

Stund­um kall­ar lík­am­inn á eitt­hvað sér­lega djúsí sem er samt ekki að fara að setja mataræðið á hliðina. Við köll­um þetta als­lemmu því all­ir eru sátt­ir og þá er tak­mark­inu náð.

Þessi dá­semd­ar­upp­skrift kem­ur úr smiðju Einn, tveir og elda. Að sjálf­sögðu getið þið eldað þetta sjálf eða hrein­lega pantað þetta heim að dyr­um.

LKL Serrano vaf­in grísa­steik

Fyr­ir tvo

  • 2 stk grísasneiðar, t.d. snit­sel
  • 4 sneiðar serrano skinka
  • 50 gr spínat
  • 1 stk eggald­in
  • 90 ml maj­ónes
  • 10 ml chil­isósa (t.d. sriracha sósa)
  • Rauð krydd­blanda, t.d. papriku­duft, tim­i­an, salt og pip­ar

Aðferð:

1. Skerið eggald­in í bita og færið í eld­fast mót. Veltið því up­p­úr olíu og kryddið með salti og pip­ar. Bakið við 180°c í um það bil 15-20 mín­út­ur.

2. Kryddið grísasnit­sel­in með krydd­blönd­unni og vefjið serrano skinkurn­ar ut­an­um. Um það bil tvær sneiðar af serrano skinku fyr­ir hvert snit­sel. Steikið snit­sel­in í 1 mín­útu á hvorri hlið up­p­úr smá olíu.

3. Færið snit­sel­in í eld­fast mót og bakið í 10-15 mín­út­ur eða þar til þau eru orðin fullelduð.

4. Hrærið sam­an maj­ónesi og sriracha sósu.

5. Veltið spínatinu og bakaða eggald­in­inu létt sam­an áður en rétt­ur­inn er bor­inn fram. Njótið vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert