Má frysta egg?

Hvernig er best að frysta egg?
Hvernig er best að frysta egg? mbl.is/moyerschicks.com

Egg fara mis­hratt úr ís­skápn­um hjá okk­ur og enda þvi miður í tunn­unni ef við náum ekki að njóta þeirra fyr­ir síðasta sölu­dag. En má frysta egg, myndu ef­laust ein­hverj­ir spyrja?

Það má frysta egg, en þó ekki í heilu lagi í skurn­inni. Hér er því upp­lagt að frysta eggj­ar­auðurn­ar sér og hvít­urn­ar sér. Kem­ur sér vel í næsta bakstri. En at­hugið að gott er að salta aðeins rauðurn­ar áður en þær eru sett­ar í fryst­inn, til að þær end­ist bet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert