Læknirinn fallinn en féll með reisn

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Hver elsk­ar ekki svona skemmti­leg­ar fyr­ir­sagn­ir en þessi er sér­lega viðeig­andi því okk­ar ástkæri Lækn­ir í eld­hús­inu féll held­ur bet­ur á ára­móta­heit­inu sínu og gerði það með stæl að eig­in sögn. Hér erum við að tala um hið franska Croque Madame sem slær öll met.

Eins og venju­lega kom­um við ekki að tóm­um kof­un­um hjá Ragn­ari en um þenn­an rétt hef­ur hann þetta að segja:

Hug­mynd­in um móðursós­urn­ar varð til í Frakklandi á átjándu öld­inni. Það var Marie-Antoine Careme, heims­fræg­ur mat­reiðslumaður og kannski fyrsti stjörnu­kokk­ur­inn, sem skrifaði einna fyrst­ur um flokk­un á sós­um. Hann út­bjó lista eft­ir því hvort að þær voru heit­ar eða kald­ar, eft­ir lit og hrá­efni. Á nítj­ándu öld ein­faldaði Augu­ste Escoffier, ann­ar stjörnu­kokk­ur og mat­reiðslu­snill­ing­ur, flokk­un­ina og gerði hana aðgengi­legri.

mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Það var Escoffier sem skil­greindi, hinar fimm "les grand­es sauces" - sem urðu und­ir­staða í franskri mat­ar­gerð. Við þekkj­um flest þess­ar sós­ur - nöfn sumra eru kunn­ug­leg eins og hollandaise, tóm­atsósa og bechamél - á meðan aðrar hljóma fram­andi, eins og esp­agnole, velou­te - sem eru í raun bara soðsós­ur - gerðar á ólík­an hátt.

Hér er bechamélsós­an notuð í sam­loku sem pass­ar ótrú­lega vel sem dög­urð[ur] um helgi, sér í lagi hafi maður farið á galeiðuna kvöldið áður. Þessi lækn­ar öll helstu mein. Croque Mon­se­ur er sam­loka sem var tíður gest­ur á frönsk­um bistró­um upp úr alda­mót­un­um 1900. Henn­ar er fyrst getið í bók eft­ir Proust frá 1918 en nokkuð er víst að hún varð til mun fyrr.

Croque Madame er eig­in­lega lúx­us út­gáf­an af þess­ari ein­földu sam­loku - sem í raun er lítið annað en sam­loka með skinku og osti (en kláruð und­ir grilli til að bræða ost­inn sem lagður er á yf­ir­borð lok­unn­ar).

mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Læknirinn fallinn en féll með reisn

Vista Prenta

Croque Madame - Móðursós­urn­ar í franskri mat­ar­gerð: Ljúf­feng bechamélsósa bragðbætt með rifn­um ís­búa

Bechamél þekkja flest­ir Íslend­ing­ar sem upp­stúf sem pass­ar hangi­kjöti al­veg ljóm­andi vel og mörg­um finnst hann líka passa vel með bjúg­um.

En bechamélsósu má nota í fjöld­ann all­an af upp­skrift­um - hún er ómiss­andi í lasagna, ger­ir allt fyr­ir moussaka, Mac'n'cheese væri óhugs­andi án þess. Það má nota hana í alls kon­ar gratín, fiski­bök­ur og rjómap­asta. Eða á dá­sam­lega ljúf­feng­ar sam­lok­ur!

Nokk­ur ráð: Ekki elda smjör­boll­una of lengi - þykk­ing­ar­kraft­ur henn­ar minnk­ar eft­ir því sem hún er elduð leng­ur. Bragðbæta má bechamélsós­una með ýms­um hrá­efn­um. Hefðbundið er að setja hálf­an lauk með nokkr­um neg­ulnögl­um, eða lár­viðarlauf eða múskat. Bragðbæt­ir­inn er auðvitað smekks­atriði.

  • 500 ml mjólk
  • 30 g smjör
  • 30 g hveiti
  • 75 g ost­ur að eig­in vali

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið við lág­an hita.
  2. Leyfið smjör­inu að brún­ast ör­lítið, þannig að það gefi ljúf­fengt bragð - ör­lít­inn hnetu­keim - sem er svo ljúf­ur af létt brúnuðu smjöri.
  3. Hrærið svo hveit­inu vand­lega sam­an við og eldið það í um eina mín­útu við lág­an hita.
  4. Svo er að hræra mjólk­inni sam­an við. Setjið fyrst 100-150 ml og hrærið vand­lega sam­an við smjör­boll­una. Þegar smjör­boll­an hef­ur bland­ast vel sam­an við bætið þið rest­inni af mjólk­inni við og hitið að suðu. Ekki hafa áhyggj­ur - bland­an er þunn í fyrstu en þegar hún hitn­ar þá þykkn­ar sós­an.
  5. Takið svo hand­fylli af osti. Hvaða osti sem er - ís­búa, chedd­ar, gul­losti - allt eft­ir stemm­ingu og til­efni.
  6. Það er mik­il­vægt að hræra vand­lega til að bræða ost­inn sam­an við sós­una.
  7. Að þessu sinni kaus ég að bragðbæta sós­una með múskati. Ég á alltaf nokkr­ar músk­at­hnet­ur í krydd­búr­inu mínu. Ég reif niður um 1/​4 af hnetu sam­an við bechamélsós­una. Það er miklu betra en að nota malað múskat - miklu betra.
  8. Sós­an varð hnausþykk og dá­sam­lega ljúf­feng!
  9. Endi­lega prófið að gera bechamélsósu frá grunni - hún er ein af und­ir­stöðum mat­ar­gerðar. Ég veit ekki um ykk­ur en mér finnst eitt­hvað dá­leiðandi við að horfa á þessa tauma liðast niður í bechamélsós­una.
  10. Og ef þið viljið fá ykk­ur dá­sam­leg­an dög­urð (brunch) eða há­deg­is­verð þá er þessi upp­skrift gráup­p­lögð!
  11. Til að gera Croque Madame - byrjið á því að smyrja brauðsneið að utan með smjöri og leggja á heita pönnu. Raðið skinku, ég notaði prosciutto crudo, og svo ostsneiðar - chili-havarti á eina og svo venju­leg­an sveita­ost á hina. Lokið með ann­arri smurðri ostsneið.
  12. Snúið sam­lok­unni þegar hún er orðin gull­in­brún og steikið á hinni hliðinni.
  13. Leggið sam­lok­urn­ar á ofnskúffu og makið bechamé­lostasós­unni. Hitið grillið í ofn­in­um og brúnið sam­lok­urn­ar að ofan.
  14. Á meðan steikið þið egg á pönnu.
  15. Það tek­ur bara nokkr­ar mín­út­ur fyr­ir bechamélsós­una að brún­ast.

Tyllið egg­inu ofan á.

Og svo er bara að njóta. Betri morg­un­verð er vart hægt að ímynda sér!

mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka