Girnileg rjómalöguð kjúklingasúpa með sveppum

Það jafnast ekkert á við rjúkandi heita súpu á þessum …
Það jafnast ekkert á við rjúkandi heita súpu á þessum köldu vetrardögum. mbl.is/Skovdal Nordic

Hér er unaðsleg súpa sem yljar þér á köldum vetrardegi. Þessi er í hollari kantinum og inniheldur sveppi og kjúkling sem við fáum ekki nóg af.

Girnileg rjómalöguð sveppasúpa með kjúklingi

fyrir 2

  • 200 g blandaðir sveppir
  • Ólífuolía
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • ½ tsk. þurrkað timían
  • 3 dl grænmetiskraftur
  • 1 dl mjólk
  • ½ dl rjómi
  • 200 g kjúklingabringa
  • 50 g serrano-skinka
  • Salt og pipar
  • 50 g belgbaunir

Meðlæti:

  • Snittubrauð
  • 25 g rifinn ostur

Skraut:

  • Timían

Aðferð:

  1. Skolaðu og hreinsaðu sveppina og skerðu þá í litla bita. Steiktu þá upp úr olíu í potti ásamt hvítlauk og timían. Taktu um helminginn af sveppunum til hliðar á meðan hinn helmingurinn er látinn malla áfram í pottinum ásamt grænmetiskrafti og mjólk í 5-10 mínútur.
  2. Hellið sveppablöndunni í skál og takið fram töfrasprota, „maukið“ aðeins sveppablönduna og hellið aftur yfir í pottinn. Leyfið að malla undir loki við vægan hita. Bætið rjómanum út í pottinn.
  3. Takið fram pönnu og hitið með olíu. Skerið kjúklinginn í minni bita og steikið á pönnunni. Skerið serrano-skinkuna í litla bita og bætið út á pönnuna með kjúklingnum síðustu 5 mínúturnar. Kryddið með salti og pipar.
  4. Bætið kjúlingi, skinku og helmingnum af sveppunum út í súpupottinn.
  5. Skerið brauðið niður og dreifið osti yfir. Bakið í ofni við 200° í 10-15 mínútur, þar til osturinn hefur bráðnað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert