Christie Brinkley 65 ára: Þakkar mataræðinu útlitið

Þessi kroppur varð 65 ára um síðustu helgi.
Þessi kroppur varð 65 ára um síðustu helgi. mbl.is/Getty Images_Myrna Suarez

Það er lyg­inni lík­ast að segja frá því að of­ur­fyr­ir­sæt­an Christie Brinkley fagni 65 ára af­mæl­inu sínu enda lít­ur hún hreint ekki út fyr­ir að vera deg­in­um eldri en fimm­tug. Hún þakk­ar það fyrst og fremst frá­bæru mataræði.

Christie hélt upp á stóraf­mælið sitt um síðustu helgi í návist góðra vina, klædd þröng­um gyllt­um kjól og skóm í stíl – þar sem löngu legg­irn­ir henn­ar fengu að njóta sín. Stærðar­inn­ar af­mæliskaka var á boðstóln­um með ris­arós­um og kert­um á toppn­um. Hún seg­ist horfa til baka á allt sem hún hef­ur lært í gegn­um tíðina og það séu ekki stóru ald­urstöl­urn­ar sem skipta máli, held­ur litlu stund­irn­ar sem eru mik­il­væg­ar.

Fyr­ir­sæt­an hef­ur prýtt hvorki meira né minna en 500 forsíður tíma­rita, var gift tón­list­ar­mann­in­um Billy Joel um tíma og á þrjú börn. En hver er gald­ur­inn á bak við þenn­an ei­lífa æskuljóma? Við skul­um rýna í leynd­ar­dóma Christie aðeins nán­ar.

Græn­met­is­fæði
Hún hef­ur verið græn­met­isæta frá 13 ára aldri og seg­ist elska dýr en ekki vilja borða þau. Hún hef­ur alið börn­in sín upp sem græn­met­isæt­ur og sér alls ekki eft­ir því. Fæðuvalið seg­ir hún að sé grund­vall­ar­ástæða þess að hún sé jafn lík­am­lega vel á sig kom­in og raun ber vitni. Henni líði vel í eig­in skinni og kropp­ur­inn blómstri.

Út að hlaupa
Útihlaup er upp­á­halds­hreyf­ing Christie ef hún ætl­ar sér að svitna ræki­lega. Eins að synda í sjón­um eða labba meðfram strönd­innni og grípa þá nokkra steina sem hún geng­ur með á leiðinni.

Heimaæf­ing­ar
Jafn­vel þótt hún eigi bara sjö mín­út­ur til af­lögu þá not­ar hún þær á hlaupa­brett­inu heima – það fer eng­inn tími til spill­is hjá Christie.

Spinn­ing
Tónaðir og lang­ir legg­ir fyr­ir­sæt­unn­ar eru spinn­ing að þakka. Hún vill meina að agaðir spinn­ing-þjálf­ar­ar hafi gefið henni hvatn­ingu í að gef­ast aldrei upp.

Út á vatnið
Christie býr við strönd­ina og fer reglu­lega með dótt­ur sinni á kaj­ak sem er góð sam­veru­stund og hreyf­ing á sama tíma.

Dóttir Christie kom mömmu sinni á óvart með ræðu í …
Dótt­ir Christie kom mömmu sinni á óvart með ræðu í af­mæl­is­veisl­unni. mbl.is/​Getty Ima­ges_­Myrna Suarez
mbl.is/​Christie Brinkley
mbl.is/​Christie Brinkley
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert