Lágkolvetnakjúklingabringur með ostafyllingu

mbl.is/Einn, tveir og elda.

Hver elskar ekki mozzarellafylltar kjúklingabringur? Þessi uppskrift er merkilega einföld og viðráðanleg og útkoman er hreint stórkostleg. Það eru snillingarnir hjá Einn, tveir og elda sem eiga heiðurinn að þessari uppskrift en eins og við vitum þá er það yfirlýst markmið hjá þeim að auðvelda okkur lífið. 

LKL Italiano-kjúklingabringur

fyrir tvo

  • 2 kjúklingabringur
  • 4 ferskar mozzarellaperlur
  • 2 tómatar
  • 100 g spínat
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk. paprikuduft
  • salt, pipar og olía
  • Hitið ofninn í 200°C og stillið á blástur

Aðferð:

  1. Skerið tómatana í tvennt og leggið þá í eldfast mót, snúið kjarnanum upp og dreifið smá olíu, salti og pipar yfir. Bakið tómatana í 15-20 mínútur.
  2. Saxið hvítlaukinn og hitið olíu á pönnu. Steikið hvítlaukinn og spínatið saman í 2-3 mínútur og takið til hliðar.
  3. Skerið mozzarella-perlurnar í tvennt og skerið vasa í miðjar kjúklingabringurnar. Fyllið bringurnar með hvítlaukssteikta spínatinu og mozzarella-ostinum. Kryddið bringurnar með paprikuduftinu ásamt smá salti og pipar.
  4. Færið bringurnar í eldfast mót og bakið þær í um það bil 20 mínútur eða þar til þær eru fulleldaðar. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka