Lágkolvetnakjúklingabringur með ostafyllingu

mbl.is/Einn, tveir og elda.

Hver elsk­ar ekki mozzar­ella­fyllt­ar kjúk­linga­bring­ur? Þessi upp­skrift er merki­lega ein­föld og viðráðan­leg og út­kom­an er hreint stór­kost­leg. Það eru snill­ing­arn­ir hjá Einn, tveir og elda sem eiga heiður­inn að þess­ari upp­skrift en eins og við vit­um þá er það yf­ir­lýst mark­mið hjá þeim að auðvelda okk­ur lífið. 

Lágkolvetnakjúklingabringur með ostafyllingu

Vista Prenta

LKL Italiano-kjúk­linga­bring­ur

fyr­ir tvo

  • 2 kjúk­linga­bring­ur
  • 4 fersk­ar mozzar­ella­perl­ur
  • 2 tóm­at­ar
  • 100 g spínat
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 tsk. papriku­duft
  • salt, pip­ar og olía
  • Hitið ofn­inn í 200°C og stillið á blást­ur

Aðferð:

  1. Skerið tóm­at­ana í tvennt og leggið þá í eld­fast mót, snúið kjarn­an­um upp og dreifið smá olíu, salti og pip­ar yfir. Bakið tóm­at­ana í 15-20 mín­út­ur.
  2. Saxið hvít­lauk­inn og hitið olíu á pönnu. Steikið hvít­lauk­inn og spínatið sam­an í 2-3 mín­út­ur og takið til hliðar.
  3. Skerið mozzar­ella-perlurn­ar í tvennt og skerið vasa í miðjar kjúk­linga­bring­urn­ar. Fyllið bring­urn­ar með hvít­lauks­steikta spínatinu og mozzar­ella-ost­in­um. Kryddið bring­urn­ar með papriku­duft­inu ásamt smá salti og pip­ar.
  4. Færið bring­urn­ar í eld­fast mót og bakið þær í um það bil 20 mín­út­ur eða þar til þær eru fulleldaðar. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert