Lúxusútgáfa af eggjasalati

Eggjasalat í lúxusútgáfu á grófu brauði.
Eggjasalat í lúxusútgáfu á grófu brauði. mbl.is/Columbus Leth

Við kynnum hér lúxusútgáfu af gamla góða eggjasalatinu sem engan svíkur. Hér eru epli, sellerí og jógúrt í uppskriftinni ásamt ristuðu karrý sem gefur ævintýralegt bragð.

Lúxusútgáfa af eggjasalati

  • 6 egg
  • ¼ sellerí
  • 1 epli
  • 50 g belgbaunir
  • 8 msk. hrein jógúrt eða skyr
  • 4 msk. majónes
  • 2 tsk. dijón-sinnep
  • 4 msk. karrý
  • Safi og rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 1 rauður chili
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Harðsjóðið eggin og maukið þau síðan með gaffli (eða setjið í eggjaskera).
  2. Rífið sellerí fínt niður með rifjárni.
  3. Rífið eplið fínt niður með rifjárni. Hrærið eggjum, sellerí og eplum við baunirnar, majónes, jógúrt og sinnep í skál.
  4. Ristið karrý létt á þurri pönnu og setjið út í salatið ásamt nýrifnum sítrónuberki.
  5. Smakkið til með fínt söxuðum chili, sítrónusafa, salti og pipar.
  6. Leyfið að standa í kæli í 30 mínútur til að bragðið fái að taka sig.
  7. Berið fram með grófu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka