Pavlovan sem enginn getur staðist

mbl.is/María Gomez

Góð pavlova stend­ur ætíð fyr­ir sínu og hér gef­ur María Gomez á Paz.is okk­ur upp­skrift­ina sína sem er sér­deil­is girni­leg eins og sjá má. María seg­ir að gald­ur­inn við vel heppnaða pavlovu sé að hafa egg­in við stofu­hita og mala syk­ur­inn ögn í bland­ara til að hann smjúgi sem best inn í eggja­hvít­urn­ar. Svo megi auðvitað ekki gleyma sýru eða Cream of tart­ar.

mbl.is/​María Gomez

Pavlovan sem enginn getur staðist

Vista Prenta

Pavlov­an sem eng­inn get­ur staðist

  • 4 eggja­hvít­ur úr stór­um eggj­um (við stofu­hita)
  • 200 g súperfín­gerður syk­ur (malaður á pul­se).
  • 1 tsk. hreint vanillu-extract.
  • ½ tsk. cream of tart­ar eða 1 tsk. af sítr­ónusafa, borðed­iki eða epla­e­diki (bara eitt af þessu). Ég notaði Cream of tart­ar.
  • 1 tsk. kart­öfl­umjöl (ekki sleppa)

Ofan á: 

  • Dreka­ávöxt­ur, kiwi, blá­ber, bróm­ber, ban­ani
  • ½ lítri rjómi
  • Vill-súkkulaðihúðuð hind­ber eða blá­ber (fást í Krón­unni og full­komna kök­una)
  • Vill-hreint mjólk­ursúkkulaði
  • Vill-skóg­ar­berja­hlaup
  • 2 jarðarberja­smá­skyr

Aðferð:

  1. Byrjið á að hita ofn­inn í 175 C° blást­ur.
  2. Setjið svo eggja­hvít­ur í hræri­vél og byrjið að þeyta á mikl­um hraða í al­veg 5 mín­út­ur (takið tím­ann).
  3. Á meðan er gott að setja syk­ur­inn í bland­ar­ann og stilla nokkr­um sinn­um á pul­se til að mala hann fínna en þó ekki eins fín­an og flór­syk­ur.
  4. Setjið svo syk­ur­inn út í eggja­hvít­urn­ar meðan þær eru enn að þeyt­ast í tvennu lagi. Gott að láta 30 sek. líða á milli og haldið áfram að þeyta í eins og tvær mín­út­ur í viðbót.
  5. Bætið svo við vanillu-extract­inu og þeytið í 1 mín­útu í viðbót.
  6. Slökkvið nú á hræri­vél­inni og setjið Cream of tart­ar og kart­öfl­umjöl út í og hrærið með sleikju mjög var­lega þar til það er komið vel inn í eggja­blönd­una.
  7. Setjið svo bök­un­ar­pappa á plötu og teiknið eins og 23 cm hring.
  8. Setjið svo alla blönd­una inn í hring­inn og mótið fal­leg­an botn grynnri fyr­ir miðju. Svona eins og smá dæld í miðjunni.
  9. Stingið nú í ofn­inn og lækkið hit­ann strax niður í 95 C°og látið bak­ast í 90 mín­út­ur.
  10. Þegar 90 mín­út­ur eru liðnar slökkvið þá á ofn­in­um og látið hana kólna þar inni eins lengi og kost­ur er. Best yfir heila nótt en ann­ars í ekki minna en 2 klst.
  11. Því leng­ur því meira seig og syk­ur­púðaleg verður hún í miðjunni.

Sam­setn­ing

  1. Ekki setja á botn­inn fyrr en rétt áður en á að bera tert­una fram.
  2. Þeytið rjóma og bætið tveim­ur jarðarberja­smá­skyr­um út í (þessi pínu­litlu) og þeytið vel sam­an.
  3. Setjið næst rjómann vel ofan á pavlov­una.
  4. Skerið niður ávext­ina sem þarf að skera og dreifið yfir rjómann.
  5. Setjið svo hlaup og súkkulaðihúðuð blá­ber yfir á milli berj­anna og endið svo á að setja súkkulaðibrot sem standa upp úr rjóm­an­um.
  6. Berið strax fram og njótið í botn.
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert