Hið fullkomna millimál sem þarf ekki að baka

Hið fullkomna millimál í einni kúlu.
Hið fullkomna millimál í einni kúlu. mbl.is/Therecipecritic.com

Ef þú leitar að gómsætum bitum til að nasla á milli mála, þá eru þeir hér. Fullir af próteini og bráðsniðugir fyrir þá sem vilja eitt orkuskot á morgnana. Þessari uppskrift má auðveldlega breyta eftir eigin höfði – það má bæta við skeið af próteindufti, skipta út fræjunum og jafnvel setja rúsínur eða þurrkuð ber í staðinn fyrir súkkulaðið.

Hið fullkomna millimál sem þarf ekki að baka

  • 1 bolli tröllahafrar
  • 1/3 bolli kókosflögur
  • ½ bolli hnetusmjör
  • ½ bolli hörfræ
  • ½ bolli súkkulaði (má sleppa)
  • 1/3 bolli hunang
  • 1 tsk. vanillusykur

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í skál og blandið vel saman.
  2. Setjið deigið í kæli í klukkutíma.
  3. Mótið litlar kúlur
Hér þarf ekkert að baka, einungis að blanda saman og …
Hér þarf ekkert að baka, einungis að blanda saman og móta í litlar kúlur. mbl.is/Therecipecritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka