Hið fullkomna millimál sem þarf ekki að baka

Hið fullkomna millimál í einni kúlu.
Hið fullkomna millimál í einni kúlu. mbl.is/Therecipecritic.com

Ef þú leit­ar að góm­sæt­um bit­um til að nasla á milli mála, þá eru þeir hér. Full­ir af próteini og bráðsniðugir fyr­ir þá sem vilja eitt orku­skot á morgn­ana. Þess­ari upp­skrift má auðveld­lega breyta eft­ir eig­in höfði – það má bæta við skeið af prótein­dufti, skipta út fræj­un­um og jafn­vel setja rús­ín­ur eða þurrkuð ber í staðinn fyr­ir súkkulaðið.

Hið fullkomna millimál sem þarf ekki að baka

Vista Prenta

Hið full­komna milli­mál sem þarf ekki að baka

  • 1 bolli trölla­hafr­ar
  • 1/​3 bolli kó­kos­flög­ur
  • ½ bolli hnetu­smjör
  • ½ bolli hör­fræ
  • ½ bolli súkkulaði (má sleppa)
  • 1/​3 bolli hun­ang
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í skál og blandið vel sam­an.
  2. Setjið deigið í kæli í klukku­tíma.
  3. Mótið litl­ar kúl­ur
Hér þarf ekkert að baka, einungis að blanda saman og …
Hér þarf ekk­ert að baka, ein­ung­is að blanda sam­an og móta í litl­ar kúl­ur. mbl.is/​Th­erecipec­ritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert