Í vikunni sem leið voru Meghan Markle og Harry prins stödd hjá góðgerðarsamtökunum One25 sem einblína á að hjálpa vændiskonum að slíta sig frá götunni og ná fótum í lífinu á ný - þar tóku þau þátt í að útbúa matarpakka til þessara kvenna.
Uppátæki Meghan þennan dag setti Instagram á hliðina þar sem myllumerkið „#bananamessages“ fór á flug og fólk alls staðar að póstaði myndum af gula ávextinum með mismunandi textum.
Meghan skrifaði nefnilega skilaboð með svörtum tússpenna á banana sem var hluti af matarpakkanum – skilaboð á við „þú ert sterk“ og „þú ert hugrökk“. Þetta uppátæki flaug um netið á ógnarhraða og fór misvel í mannskapinn. Ein vændiskonan sagði þetta vera móðgandi athæfi, á meðan aðrir voru ánægðir með Meghan og Harry og þeirra framtak.