Meghan Markle skrifar óviðeigandi skilaboð á banana

Skötuhjúin og verðandi foreldrar Harry og Meghan.
Skötuhjúin og verðandi foreldrar Harry og Meghan. mbl.is/HelloMagazine

Í vik­unni sem leið voru Meg­h­an Markle og Harry prins stödd hjá góðgerðarsam­tök­un­um One25 sem ein­blína á að hjálpa vænd­is­kon­um að slíta sig frá göt­unni og ná fót­um í líf­inu á ný - þar tóku þau þátt í að út­búa matarpakka til þess­ara kvenna.

Uppá­tæki Meg­h­an þenn­an dag setti In­sta­gram á hliðina þar sem myllu­merkið „#ban­ana­messa­ges“ fór á flug og fólk alls staðar að póstaði mynd­um af gula ávext­in­um með mis­mun­andi textum.

Meg­h­an skrifaði nefni­lega skila­boð með svört­um tús­spenna á ban­ana sem var hluti af matarpakk­an­um – skila­boð á við „þú ert sterk“ og „þú ert hug­rökk“. Þetta uppá­tæki flaug um netið á ógn­ar­hraða og fór mis­vel í mann­skap­inn. Ein vænd­is­kon­an sagði þetta vera móðgandi at­hæfi, á meðan aðrir voru ánægðir með Meg­h­an og Harry og þeirra fram­tak.

Bananarnir umræddu sem Meghan Markle skrifaði á.
Ban­an­arn­ir um­ræddu sem Meg­h­an Markle skrifaði á. mbl.is/​Dailymail.co.uk
Fleiri fylgdu í kjölfarið og birtu myndir af merktum banönum …
Fleiri fylgdu í kjöl­farið og birtu mynd­ir af merkt­um ban­ön­um á In­sta­gram. mbl.is/​Dailymail.co.uk
mbl.is/​Dailymail.co.uk
mbl.is/​Dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert