Ketó meðlætið sem ærir mannskapinn af gleði

Besta snakk í heimi.
Besta snakk í heimi. mbl.is/Therecipecritic.com

Hér er besta út­færsl­an til að njóta blóm­káls – ristað í ofni með par­mes­an. Það kem­ur ekk­ert í stað þess­ara stökku osta­vöfðu blóm­káls­hnappa sem eru eins ein­fald­ir í fram­kvæmd og mögu­legt er.

Ketó meðlætið sem ærir mann­skap­inn af gleði

Vista Prenta

Ristað blóm­kál með par­mes­an

  • Blóm­káls­haus
  • 2 msk. ólífu­olía
  • ¾ tsk. kos­her-salt
  • Pip­ar
  • ½ bolli par­mes­an-ost­ur
  • 2 tsk. fersk stein­selja

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°.
  2. Skerið blóm­kálið í litla munn­bita og dreifið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  3. Dreifið ólífu­olíu, salti og pip­ar yfir og veltið upp úr þar til allt blóm­kálið er þakið hrá­efn­un­um.
  4. Bakið í 20 mín­út­ur og takið þá úr ofni. Hreyfið aðeins við blóm­kál­inu, dreifið par­mes­an-osti yfir og setjið aft­ur inn í ofn í 10 mín­út­ur.
  5. Stráið stein­selju yfir og berið fram.
mbl.is/​Th­erecipec­ritic.com
mbl.is/​Th­erecipec­ritic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert