Það er mexíkóskt í matinn

Ekki bara litríkt heldur líka rosalega gott.
Ekki bara litríkt heldur líka rosalega gott. mbl.is/Thecookierookie.com

Já takk, við erum svo til í þenn­an rétt. Enn einn fjöl­skyldu­væni rétt­ur­inn þar sem sleg­ist er um síðasta bit­ann. Þessi rétt­ur er svo frá­bær og hann get­ur líka kall­ast græn­met­is­rétt­ur, svo lengi sem þú slepp­ir kjúk­lingn­um í upp­skrift­inni.

Það er mexíkóskt í matinn

Vista Prenta

Það er mexí­kóskt í mat­inn

  • 2 boll­ar salsa ver­de (má líka nota rauða salsa-sósu)
  • 2 boll­ar kjúk­ling­ur
  • 2 sæt­ar kart­öfl­ur, bakaðar og skorn­ar í litla bita
  • 1 dós gul­ar baun­ir
  • 1 bolli svart­ar baun­ir
  • ½ bolli rauðlauk­ur, smátt skor­inn
  • 3 msk. smátt saxað kórí­and­er
  • 1 tsk. chili-pip­ar
  • ½ tsk. hvít­laukssalt
  • Salt og pip­ar
  • 2 boll­ar ost­ur, gjarn­an chedd­ar eða blandaður
  • Tortilla­kök­ur
  • 1 avoca­do
  • ½ bolli tóm­at­ar saxaðir
  • Sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°.
  2. Setjið einn bolla af salsa í botn­inn á eld­föstu móti.
  3. Setjið sæt­ar kart­öfl­ur (bakaðar), til­bú­inn kjúk­ling, svart­ar baun­ir, rauðlauk, gul­ar baun­ir, kórí­and­er og krydd sam­an í stóra skál og saltið og piprið.
  4. Leggið tortilla-köku á bretti og setjið um ¼ bolla af sæt­kart­öflu-blönd­unni þar ofan á fyr­ir miðju. Dreifið smá osti yfir. Rúllið tortill­unni upp og end­ur­takið með næstu tortillu. Raðið öll­um tortilla-kök­un­um í eld­fasta mótið og snúið „sam­skeyta­hliðinni“ niður.
  5. Hellið rest­inni af salsa yfir kök­urn­ar og stráið osti yfir allt sam­an. Setjið í ofn í 20 mín­út­ur.
  6. Skreytið með avoca­do, söxuðum tómöt­um, kórí­and­er og sýrðum rjóma.
Öllu blandað saman í skál áður en sett er á …
Öllu blandað sam­an í skál áður en sett er á kök­urn­ar. mbl.is/​Thecookierookie.com
mbl.is/​Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert