Fjórar bráðnauðsynlegar fæðutegundir sem örva heilann

Ef þú vilt halda heil­an­um í topp­formi yfir dag­inn þá skaltu hugsa út í hvað þú læt­ur ofan í þig, en það eru fjór­ar mat­vör­ur sem heil­inn þinn elsk­ar.

Kjúk­ling­ur
Kjúk­ling­ur eyk­ur dópa­mín í lík­am­an­um sem ýtir und­ir slök­un og vellíðan. 125-150 gramma kjúk­linga­bringa ætti að tryggja góð áhrif eft­ir máltíðina.

Kasjúhnet­ur
Þess­ar bragðgóðu hnet­ur eru rík­ar af kop­ar sem er mik­il­væg­ur fyr­ir heil­a­starf­sem­ina. Rann­sókn­ir sýna að röð ensíma í miðtauga­kerf­inu er háð steinefn­inu og skort­ur á kop­ar get­ur valdið eyðingu heila­frumna. Um 75 g af kasjúhnet­um ættu að ná yfir dagskammt­inn sem við þurf­um á að halda. Eins má sleppa sér laus­um í að borða ostr­ur, hum­ar og kálfalif­ur sem eru mjög rík af þessu mik­il­væga efni.

Egg
Egg geta hjálpað þér að bæta minnið og aukið ein­beit­ingu. Eggið, eða rauðan sér­stak­lega, inni­held­ur efnið kólín sem einnig finnst í lif­ur. Kólín er í raun amínó­sýra sem sýnt hef­ur verið fram á að sé mik­il­væg­ur þátt­ur í að viðhalda stöðugri upp­bygg­ingu himna í heila­sell­un­um. Egg inni­halda full­komna blöndu af fitu og próteini sem gef­ur ákveðna fyll­ingu í mag­ann. Eitt egg á dag kem­ur öllu í lag!

Lax
Hver ein­asta fitu­fruma í lík­am­an­um sam­an­stend­ur af himnu sem bygg­ist upp af fiski­ol­íu. Ef þú færð nóg af omega-3 í lík­amann með öðrum mat­væl­um mun kropp­ur­inn not­ast við það í fram­leiðslu á nýj­um heila­frum­um sem yf­ir­leitt ger­ist á nótt­unni – þar sem heil­inn er eins og vöðvarn­ir þínir að end­ur­heimta styrk eft­ir dag­inn. Þú þarft um 50-75 grömm á dag ef lax­inn er þinn eini kost­ur í þess­ari stöðu.

Egg á dag kemur öllu í lag!
Egg á dag kem­ur öllu í lag! mbl.is/​Lev­eres av Bonnier Pu­blicati­ons A/​S
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert