Girnilegasta pítsa norðan Alpafjalla

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Ókey - þetta er form­lega girni­leg­asta pítsa sem sést hef­ur á norður­hveli jarðar frá því um alda­mót­in. Eða því sem næst. Hún verður prufuð á mínu heim­ili í kvöld því þrátt fyr­ir að ég sé oft á tíðum kjána­lega fastheld­in á mitt meðlæti verð ég að prófa þetta.

Það er eng­inn ann­ar en Ragn­ar Freyr Ingvars­son a.k.a. Lækn­ir­inn í eld­hús­inu sem á heiður­inn að þessu meist­ara­verki en mat­ar­bloggið hans er hægt að nálg­ast HÉR.

mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son

Girnilegasta pítsa norðan Alpafjalla

Vista Prenta

Ljúf­feng flat­baka með steiktu bei­koni, sæt­um döðlum og pip­arosti í til­efni alþjóðal­ega pizzu­dags­ins

  • 700 gr hveiti
  • 300 ml volgt vatn
  • 2 msk jóm­frúarol­ía
  • 25 gr ger
  • 25 gr syk­ur
  • 2 tsk salt


Tóm­atsós­an

  • 1 lít­ill lauk­ur
  • 3 hvít­lauksrif
  • 2 msk jóm­frúarol­ía
  • 1 dós góðir niðursoðnir tóm­at­ar
  • 1 msk tóm­at­púré
  • salt og pip­ar
  • 2-3 msk hökkuð fersk stein­selja/​basil

Álegg 

  • Steikt bei­kon
  • Pip­arost­ur
  • Döðlur
  • hand­fylli af rifn­um osti

Aðferð:

  1. Fyrst er það deigið. Setjið hveitið í skál. Svo saltið. Og á eft­ir því ol­í­una.Vekið gerið í volgu vatni ásamt sykr­in­um og þegar að það er búið að freyða í um 15 mín­út­ur er hægt að byrja að hella því var­lega sam­an við. Hnoðið vand­lega í fimm til tíu mín­út­ur. Setjið svo viska­stykki yfir og setjið til hliðar til að hef­ast í um klukku­stund.
  2. Á meðan deigið er að hef­ast - út­búið þið tóm­atsós­una. Steikið fyrst lauk­inn og hvít­lauk­inn í ol­í­unni, saltið og piprið. Setjið svo tóm­at­ana, púréið og hitið að suðu og látið malla við lág­an hita í 15-20 mín­út­ur. Setjið svo kryd­d­jurtirn­ar, saltið og piprið og blandið sam­an með töfra­sprota.
  3. Svo er bara að fletja út deigið. 
  4. Og það er nú lítið mál þegar maður er með svona liðtæk­an aðstoðarmann!
  5. Skerið bei­kon og steikið þar til það er stökkt.
  6. Fjar­lægið stein­inn úr döðlun­um og rífið þær niður.
  7. Svo er bara að raða þess­ari dá­semd sam­an, tóm­atsósa (má líka vera bara með hvít­lauk­sol­íu), stökkt bei­kon, rifn­ar döðlur og svo þykk­ar sneiðar af pip­arosti.
  8. Bakað í blúss­heit­um ofni þangað til ost­ur­inn er bráðnaður og botn­inn bú­inn að lyfta sér. 
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert