Hafa gefið yfir 16 milljónir máltíða

mbl.is/Cheekyhome.com

Heimasíðan cheekyhome.com er ekki eins og flestar aðrar netverslanir sem við þekkjum til í dag. Aðstandendur hennar einblína á að hjálpa öðrum í neyð með hverri vöru sem seld er í gegnum verslun þeirra.

Þetta byrjaði allt þegar maður að nafni PJ Brice var að leita að fallegum pappadiskum í versluninni Target, þegar hann áttaði sig á hversu leiðigjörn mynstur voru almennt í boði. Hann byrjaði sjálfur að hanna og framleiða diska og glös í hressandi litum fyrir börn og fullorðna undir nafninu Cheeky, og vildi einnig láta gott af sér leiða.

Samkvæmt nýlegri rannsókn er það 1 af hverjum 8 í Bandaríkjunum sem ekki á pening fyrir mat, eða um 42 milljónir manna. En fyrir hverja vöru sem selst hjá Cheeky gefa þeir eina máltíð til heimilislausra í gegnum góðgerðarsamtök og hafa gefið yfir 16 milljónir máltíða til þessa, og eru hvergi nærri hættir. Við elskum svona framtak og mælum með að kíkja á Instagram-síðuna þeirra sem má finna hér.

Hressandi mynstur og litir í pappadiskum Cheeky Home.
Hressandi mynstur og litir í pappadiskum Cheeky Home. mbl.is/Cheekyhome.com
Stórsniðugir litlir nestisvasar eru á meðal þess sem Cheeky er …
Stórsniðugir litlir nestisvasar eru á meðal þess sem Cheeky er með til sölu. mbl.is/Cheekyhome.com
Á Instagram-síðu Cheeky má sjá alls kyns litríkar útfærslur af …
Á Instagram-síðu Cheeky má sjá alls kyns litríkar útfærslur af mat og afþreyingu. mbl.is/Cheekyhome.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka