Fiskisúpan sem engan svíkur

mbl.is/Berglind Hreiðars

Fátt er betra en góð fiskisúpa og þessi hér er það góð að full­orðnir menn hafa grátið af gleði yfir bragðgæðum henn­ar. Hér hrúg­ast hrá­efn­in inn sem æra bragðlauk­ana og út­kom­an er ein alls­herj­ar gleðisym­fón­ía sem á fáa sína líka. 

Það er Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari snilld en hún er ný­kom­in úr miklu ferðalagi um mat­ar­lend­ur Thaí­lands þar sem hún fór ham­förum.

Fiskisúpan sem engan svíkur

Vista Prenta

Fiskisúpa upp­skrift

Fyr­ir 4-6 manns

  • 1 stk lauk­ur
  • 3 hvít­lauksrif
  • 3 gul­ræt­ur
  • 1 rauð paprika
  • 1 dós kó­kos­mjólk
  • 1 flaska Heinz Chili sósa
  • 100 g tóm­at­púrra
  • 500 ml vatn
  • 500 ml rjómi frá Gott í mat­inn
  • 400 g þorsk­ur
  • 200 g lax
  • 350 g rækj­ur
  • Karrý, cayenne pip­ar, salt, pip­ar, fiskikrydd og fiskikraft­ur
  • Ólífu­olía til steikn­ing­ar

Aðferð:

  1. Saxið niður lauk og hvít­lauk og steikið upp úr vel af olíu og karrý þar til fer að mýkj­ast.
  2. Skerið gul­ræt­ur og papriku í strimla og bætið út í pott­inn, kryddið með salti og pip­ar.
  3. Þegar græn­metið er tekið að mýkj­ast er kó­kos­mjólk, chili sósu, tóm­at­púrru, vatni og rjóma hellt sam­an við, blandað vel og leyft að malla á meðan fisk­ur­inn er skor­inn niður.
  4. Hér er gott að krydda súp­una til með ceyenne pip­ar, fiskikryddi og krafti.
  5. Þorsk­ur og lax er skor­inn í ten­inga og rækj­urn­ar skolaðar. Hægt er að hafa aðeins hefðbundn­ar rækj­ur en einnig er gott að blanda með smá af ris­arækju.
  6. Þegar súp­an hef­ur fengið að malla í 20-30 mín­út­ur er hún hituð að suðu og fisk­ur­inn (og ris­arækj­urn­ar ef þið notið slík­ar) sett­ur sam­an við í 5-7 mín­út­ur (eft­ir stærð bit­anna) og að lok­um er minni rækj­un­um bætt sam­an við og suðunni leyft að koma upp að nýju og þá er súp­an klár!
  7. Gott er að bera súp­una fram með góðu brauði en einnig er hún dá­sam­leg ein og sér.
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert