Töfraefnið sem flestir eiga en fæstir kunna að nota

Raksápan kemur víða að góðum notum.
Raksápan kemur víða að góðum notum. mbl.is/Joe Lingeman

Það besta við hús­ráð sem þessi er að oft­ar en ekki lum­um við á snilld­ar­hreinsi­efn­um uppi í skáp án þess að vita af því. Flest­ar raksáp­ur inni­halda efni sem svip­ar til venju­legra hreinsi­efna og því til­val­in að nota til þrifa.

Bletta­hreins­ir
Spreyjaðu raksápu á blett­inn á tepp­inu eða sóf­an­um og leyfðu henni að þorna. Þurrkaðu svo eða ryk­sugaðu kremið eft­ir að það hef­ur þornað. Þetta er líka upp­lagt að nota á bletti í bíl­sæt­um.

Komdu í veg fyr­ir móðu
Viltu losna við móðuna sem mynd­ast á spegl­um eft­ir sturtu? Makaðu þunnu lagi af raksápu á speg­il­inn, þurrkaðu af, og málið er leyst. Stór­fínt ráð til að nota einnig á sturtugler, glugga og gler­augu.

Burstað stál
Raksáp­an er frá­bær til að þrífa burstað stál og fer mun bet­ur með yf­ir­borðið en önn­ur harðari efni.

Fáðu króm til að glansa
Þú mátt nota raksáp­una á krómaða hluti. Spreyjaðu sáp­unni í mjúk­an klút og strjúktu yfir krómið, full­komið fyr­ir kalk­bletti sem mynd­ast á blönd­un­ar­tækj­um inni á baði.

Snöggþrif á ofni
Til að þrífa ofn­inn upp á tíu þarf sterk­ari hreinsi­efni en raksápu – en hún er samt til­val­in í snöggþrif þegar lít­ill tími er fyr­ir hendi.

Skart­grip­ir
Raksáp­an er áhrifa­mik­il þó að hún sé ekki með sterk­ustu inni­halds­efn­in. Prófaðu sáp­una næst þegar þú vilt fá skartið þitt til að „shæna“ á ný. Nuddaðu skart­grip­un­um upp úr raksápu og skolaðu svo.

Hrein­ar hend­ur
Næst þegar þú stend­ur uppi með máln­ingu eða annað efni á hönd­un­um sem erfitt er að þvo af, skaltu prófa raksáp­una. Hún er líka frá­bær til að losa naglalakk af hönd­un­um sem á það til að „sull­ast“ á sjálfa fing­urna.

Olíu­blett­ir
Olíu­blett­um á skóm og tösk­um er ein­falt að ná af með raksápu. Nuddið sáp­unni á blett­inn og þurrkið af með rök­um og hrein­um klút. Svo ein­falt en gott að vita.

Þú færð skartið þitt til að glitra á ný með …
Þú færð skartið þitt til að glitra á ný með raksápu-þvotti. mbl.is/​Joe Lingem­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert