Staðirnir sem flestir gleyma að þrífa

Ertu með öll atriðin á hreinu hvað þrif varðar?
Ertu með öll atriðin á hreinu hvað þrif varðar? mbl.is/Kim Lucian

Heim­ilið er griðarstaður sem við þurf­um að huga að. Við kom­umst ákveðið langt á yf­ir­borðsþrif­um en þau duga ekki til lengd­ar. Það er margt sem við reyn­um að kom­ast hjá eins og að þrífa glugga­tjöld­in, sím­ann og fjar­stýr­ing­ar sem eru frá­bært at­hvarf bakt­ería – og ekki má gleyma uppþvotta­vél­inni og kaffi­könn­unni. En skoðum aðeins önn­ur atriði sem gott er að hafa í huga þegar þrif-bústið hell­ist næst yfir okk­ur.

Hvernig lít­ur tann­burstaglasið þitt út? Eru burst­arn­ir geymd­ir í glasi sem ekki sést í gegn­um svo að gaml­ar tann­krems­leyf­ar og bakt­erí­ur fá að grass­era þar að vild? Við mæl­um með að þrífa glasið í það minnsta einu sinni í mánuði.

Við ger­um fast­lega ráð fyr­ir því að þú skúr­ir gólfið reglu­lega. En hversu oft þurrk­ar þú af gólfl­ist­um eða hurðar­körm­um? Mjög al­geng­ir staðir sem fólk gleym­ir að renna yfir með tusk­una.

Hurðar­hún­ar og hand­föng eru mik­il­væg að þrífa og þá sér­stak­lega á árs­tíma sem þess­um þegar hálf þjóðin ligg­ur í flensu.

Prófaðu að lyfta sess­un­um upp í sóf­an­um heima hjá þér – við lof­um að það mun koma á óvart hvað leyn­ist þar. Hér má endi­lega draga fram ryk­sug­una og leyfa henni að vinna fyr­ir sér.

Bak við kló­settið er oft­ar en ekki staður sem á það til að gleym­ast. Ekki beint það skemmti­leg­asta en hér þarftu að skella þér á fjóra fæt­ur og teygja þig á bak við postu­línið.

Það er kom­inn tími til að rífa ís­skáp­inn fram sem og aðrar eld­hús­græj­ur. Mat­ar­leif­ar og margt annað sem þig óraði ekki fyr­ir er þar að finna.

Hversu oft hefur þú þrifið símann eða fjarstýringarnar á heimilinu?
Hversu oft hef­ur þú þrifið sím­ann eða fjar­stýr­ing­arn­ar á heim­il­inu? mbl.is/​Ap­ar­ment Therapy
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert