Ómótstæðileg og auðveld eplaskúffukaka

mbl.is/Eldhúsperlur

Epla­kök­ur eru kök­ur sem klikka aldrei enda eru þær al­gjör­lega æðis­leg­ar. Þessi upp­skrift er inn­blás­in af upp­skrift frá Mary Berry, dóm­ara í Brit­ish Bakeoff en það er Helena á Eld­húsperl­um sem sá um bakst­ur­inn og end­an­lega út­færslu.

Ómótstæðileg og auðveld eplaskúffukaka

Vista Prenta

Eplaskúffukaka

  • 400 gr. græn epli, skræld og skor­in í þunn­ar sneiðar (ég notaði tvö stór epli)
  • Safi úr hálfri sítr­ónu
  • 2 msk. kanil­syk­ur
  • 250 gr. mjúkt smjör
  • 200 gr. ljós púður­syk­ur (eða hvít­ur syk­ur og dökk­ur púður­syk­ur til helm­inga)
  • 4 egg
  • 250 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 1/​2 tsk. salt
  • 1 tsk. kanill
  • 1 dl mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
  2. Setjið eplasneiðarn­ar í skál, kreistið sítr­ónusafa yfir þær og stráið einni mat­skeið af kanil­sykri yfir. Setjið til hliðar.
  3. Þeytið sam­an smjör og syk­ur þar til ljóst og létt og bætið eggj­un­um einu í einu út í og þeytið vel á milli.
  4. Pískið sam­an hveiti, lyfti­duft, mat­ar­sóda, salt og kanil og bætið út í smjör­blönd­una ásamt mjólk­inni.
  5. Hrærið vel sam­an en gætið þess að hræra ekki of lengi.
  6. Smyrjið skúffu­köku­form að inn­an eða þekið með smjörpapp­ír.
  7. Setjið helm­ing­inn af deig­inu í botn­inn og dreifið vel úr því, raðið helm­ingn­um af eplasneiðunum yfir.
  8. Setjið svo rest­ina af deig­inu yfir epl­in og dreifið vel úr.
  9. Raðið að lok­um epl­um yfir og stráið 1 msk. af kanil­sykri yfir allt. Bakið í 30-40 mín­út­ur eða þar til prjónn sem stungið er í miðja kök­una kem­ur hreinn upp og epl­in eru orðin mjúk.
  10. Sigtið dá­lít­inn flór­syk­ur yfir kök­una þegar hún hef­ur kólnað aðeins, berið fram volga með þeytt­um rjóma.
mbl.is/​Eld­húsperl­ur
mbl.is/​Eld­húsperl­ur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert