Hér gefur að líta það sem við köllum skothelda útgáfu af þessum klassíska og elskaða brauðrétti. Það sem hins vegar er flippað eru blómin sem hann er skreyttur með en það verður bara að segjast eins og er að það er bara huggulegt. Hver elskar ekki blóm á brauðrétti?
Það er meistari Hjördís Dögg á
Mömmur.is sem á heiðurinn að þessari snilld.
Skotheld brauðterta með skinkusalati
Fylling:
- ½ krukka Hellmann‘s-mæjónes
- 2 msk. tómatsósa
- 5 soðin egg
- 1 pakki skinka
Skreyting:
- Hellmann‘s-mæjónes
- Ostur
- Skinka
Aðferð:
- Eggin eru soðin í 12 mínútur, síðan kæld og skurnin tekin utan af.
- Mæjónes er sett í skál ásamt tómatsósunni.
- Eggin eru skorin með eggjaskera og sett í skálina ásamt brytjaðri skinkunni.
- Skinkan er skorin í litla bita og sett í skálina.
- Salatið er hrært saman og síðan er því smurt á rúllutertubrauðið.
- Rúllutertubrauðinu er rúllað upp og smurt með mæjónesi.
- Rúllutertan er skreytt með skinku og osti sem skorin eru með blómaskerum.
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir