Kim Kardashian sendi köku sem enginn mun gleyma

Kakan sem Kim Kardashian sendi vini sínum Jonathan Cheban. Kim …
Kakan sem Kim Kardashian sendi vini sínum Jonathan Cheban. Kim komst ekki í veisluna og sendi fjórar skvísur í dulargervi í staðinn. mbl.is/People.com

Raun­veru­leika­stjarn­an Jon­ath­an Cheb­an fagnaði 45 ára af­mæl­inu sínu nú á dög­un­um. Besta vin­kon­an hans Kim Kar­dashi­an var vant við lát­in en sá til þess að hann fengi köku sem hann myndi aldrei gleyma.

Jon­ath­an er ekki bara þekkt­ur sem vin­ur Kar­dashi­an systr­anna því hann hef­ur komið víða við í veit­inga­geir­an­um. Stofnaði heimasíðuna TheD­is­hh árið 2014 og ári seinna opnaði hann skyndi­bitastaðinn Burger Bandit í New York svo eitt­hvað sé nefnt.

Það var því vel við hæfi hjá Kim Kar­dashi­an að senda vini sín­um köku eins og ham­borg­ara í lag­inu með krist­alskilti á toppn­um sem á stóð „Food­god“. En rús­ín­an í pylsu­end­an­um voru skvís­urn­ar fjór­ar sem mættu með kök­una fyr­ir hönd Kar­dashi­an. Klædd­ar eins og drottn­ing­in sjálf í svörtu þröngu dressi, með sólgler­augu og viðeig­andi klipp­ingu. Toppið þessa uppá­komu!

Kakan var skreytt glitrandi skilti sem höfðar til Jonathan.
Kak­an var skreytt glitrandi skilti sem höfðar til Jon­ath­an. mbl.is/​Di­vine Delica­des Ca­kes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert