Ofurgirnilegt pasta með lúxushráefnum

Pastaréttur eins og hann gerist bestur.
Pastaréttur eins og hann gerist bestur. mbl.is/VK Stock

Pasta er svo gott - ekki bara gott á bragðið, heldur frábært á hversu margan hátt er hægt að matreiða það. Hér er ofureinföld uppskrift að gómsætu pasta með bragðgóðum osti og pancetta. Við mælum svo sannarlega með þessum, sem tekur einungis 15 mínútur í framkvæmd.

Ofurgirnilegt pasta með lúxushráefnum (fyrir 4)

  • 400 g linguine (eða fettuccine)
  • 2 þykkar skífur af pancetta, skorið í litla bita (má líka nota beikon)
  • ½ dl. ólífuolía
  • 1 stórt hvítlauksrif, marið
  • 100 g nýrifinn pecorino ostur (eða parmesan)
  • 1 msk. svartur mulinn pipar
  • Handfylli af steinselju
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað al dente samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Ristið pancetta á pönnu þar til stökkt.
  3. Steikið hvítlaukinn gylltan upp úr olíu á pönnu.
  4. Setjið hvítlauk, pancetta, pecorino, pipar og olíu í stóra skál ásamt pastanu. Blandið vel saman svo olían og osturinn leiki um pastað.
  5. Stráið steinselju yfir, kryddið með salti og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert