Svona er best að hreinsa sveppi

Sveppir eru frábært „krydd“ í matargerðina.
Sveppir eru frábært „krydd“ í matargerðina. mbl.is/Foodrevolution.org

Hvar vær­um við stödd í mat­ar­gerðinni ef við hefðum ekki sveppi? Þessa litlu skrítnu hatta sem bragðbæta svo marg­an mat. En veistu hvernig best er að hreinsa sveppi sem liggja í mold­arbaði?

Ef þú hef­ur verið að skola sveppi und­ir köldu vatni áður en þú skerð þá og steik­ir kann­astu ef­laust við að svepp­irn­ir eiga til að bólgna út – því þeir sjúga vatnið í sig. Besta ráðið til að hreinsa sveppi er að nota hveiti, því hveitið sýg­ur mold­ina í sig sem er ótrú­legt en satt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert