Pastarétturinn sem er eins og lygasaga

Pastarétturinn þar sem öll hráefnin fara saman í einn pott.
Pastarétturinn þar sem öll hráefnin fara saman í einn pott. mbl.is/Joe Lingeman

Þú trú­ir ekki hvað þú ert að fara smakka hérna. Þenn­an rétt er búið að prófa og sanna, og hann virk­ar. Pasta­rétt­ur í ein­um potti með brok­kolí og leyni­hrá­efni sem er grísk jóg­úrt, en það sjá­um við ekki oft í pasta­upp­skrift­um. Hér er jóg­úrt­in að gera stór­kost­lega hluti.

Pastarétturinn sem er eins og lygasaga

Vista Prenta

Pasta­rétt­ur í ein­um potti

fyr­ir 4

  • 2 brok­kolí­haus­ar
  • 350 g pasta
  • 4½ bolli vatn
  • ½ bolli grísk jóg­úrt
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 4 hvít­lauksrif, mar­in
  • 1 msk. kos­her-salt
  • ¼ tsk. svart­ur pip­ar
  • Rauðar pipar­flög­ur (má sleppa)
  • ½ bolli nýrif­inn par­mes­an eða ann­ar sam­bæri­leg­ur ost­ur, plús aðeins meira til að bera fram

Aðferð:

  1. Setjið brok­kolí, pasta, vatn, jóg­úrt, ólífu­olíu, hví­lauk, salt, pip­ar, rauðar pipar­flög­ur (ef vill) í stór­an pott eða stóra pönnu og hrærið í til að blanda vel sam­an. Látið sjóða.
  2. Hrærið í reglu­lega til að pastað fest­ist ekki við botn­inn og sjóðið þar til pastað er til­búið sam­kvæmt leiðbein­ing­um og vatnið hef­ur að mestu gufað upp.
  3. Fjar­lægið pott­inn af hell­unni og bætið ost­in­um út í. Berið fram í grunn­um skál­um og stráið meiri osti yfir.
Í þessum rétti er leynihráefnið grísk jógúrt.
Í þess­um rétti er leyni­hrá­efnið grísk jóg­úrt. Joe Lingem­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert