Þreföld súkkulaðibomba

Þreföld súkkulaðiánægja er komin á borðið.
Þreföld súkkulaðiánægja er komin á borðið. mbl.is/Winnie Methmann

Við köll­um á alla súkkulaðiaðdá­end­ur þarna úti! Þið sem fáið vatn í munn­inn við það eitt að hugsa um súkkulaði ættuð að sleppa öllu frá ykk­ur og vinda ykk­ur í bakst­ur á þess­ari bombu sem við erum að bjóða upp á.

Þreföld súkkulaðibomba

Vista Prenta

Þreföld súkkulaðibomba

  • 200 g smjör
  • 200 g 70% súkkulaði
  • 100 g hveiti
  • 3 egg
  • 250 g syk­ur
  • ½ tsk. salt
  • 150 g mjólk­ursúkkulaði
  • 150 g hvítt súkkulaði
  • Bök­un­ar­form, 20x30 cm

Skraut:

  • 25 g dökkt súkkulaði
  • 25 g mjólk­ursúkkulaði
  • 25 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°. Bræðið smjör og dökkt súkkulaði sam­an í potti.
  2. Pískið hveiti, egg, syk­ur og salt sam­an í skál þar til loft­kennt. Hellið súkkulaðiblönd­unni út í blönd­una og blandið var­lega sam­an með sleif. Hakkið mjólk­ursúkkulaðið og hvíta súkkulaðið gróf­lega og bætið út í deigið.
  3. Klæðið bök­un­ar­form með bök­un­ar­papp­ír og hellið deig­inu í formið. Bakið í ofni í 25 mín­út­ur. Ágætt er að leyfa kök­unni að kólna þar til dag­inn eft­ir – hún verður bara betri á að hafa staðið yfir nótt í ís­skáp.
  4. Bræðið dökkt, mjólk­ur- og hvítt súkkulaði sam­an yfir vatnsbaði í potti. Dreypið súkkulaðinu yfir kök­una áður en hún er skor­in í bita.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert