Í versluninni Flying Tiger Copenhagen, þar sem þú finnur allt milli himins og jarðar, fást eldhúsáhöld sem hafa vakið það mikla lukku að þau voru búin að vinna til þrennra verðlauna áður en vörurnar rötuðu í búðirnar.
The Good Design Award, European Design Award og IDA Design Award eru þeir sem hafa veitt Flying Tiger verðlaun fyrir eldhússeríuna „CRAFT“, sem samanstendur af tré-edhúsáhöldum. Sleifar, uppþvottabursti, smjörhnífur og pískari svo eitthvað sé nefnt er þarna að finna, allt framleitt úr FSC-vottuðum viði.
Áhöldin eru eins stílhrein og hugsast getur og passa vel í hendi þar sem önnur hliðin er bogin á meðan hin er flöt. Sú flata getur því auðveldlega legið upp við vegginn ef maður kýs að hengja áhöldin upp, enda gat á enda skaftsins sem er tilvalið til þess.
Hversu frábært er að geta keypt sér vegleg eldhúsáhöld sem kosta ekki fúlgur fjár – þar sem gæðin endurspeglast alls ekki í verðinu?