Fóru í blindpróf á mat hjá Ellen

Þáttastjórnandinn Ellen sendi góða gesti í blindpróf á mat.
Þáttastjórnandinn Ellen sendi góða gesti í blindpróf á mat. mbl.is/Michael Rozman/Warner Bros

Það er aldrei logn­molla í kring­um þátta­stjórn­and­ann Ell­en De­Gen­eres en ný­verið fékk hún hjón­in Kristen Bell og Dax Shep­ard í heim­sókn, sem bæði eru þekkt­ir gam­an­leik­ar­ar í Hollywood.

Ell­en skellti þeim í leik sem kall­ast Taste Buds. Leik­ur­inn geng­ur út á að smakka mat með bundið fyr­ir aug­un og reyna að út­skýra fyr­ir hinum aðilan­um hvað þú ert að borða. Í hvert skipti sem getið var á rétt svar söfnuðust 1.000 doll­ar­ar til góðgerðar­mála og að þessu sinni til Prosta­te Cancer Foundati­on. Útkom­an var stór­skemmti­leg sem má sjá í mynd­band­inu hér fyr­ir neðan en hjón­in söfnuðu 8 þúsund doll­ur­um sem Ell­en rúnnaði upp í 10 þúsund að þætt­in­um lokn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka