Þessar múffur eru of girnilegar til að vera sannar – þær innihalda kókosmjöl og bláber sem við fáum aldrei nóg af. Við leggjum til að prófa þessa uppskrift um helgina og koma fjölskyldunni á óvart með nýbökuðum kræsingum sem slegist verður um. Athugið að þetta er lítil uppskrift sem má auðveldlega stækka fyrir þá sem það vilja.
Múffur sem enginn fær staðist
Múffur sem enginn fær staðist (6 stk.)
- Sítróna
- 1 vanillustöng
- 100 g kókosmjöl
- 40 g hveiti
- Salt á hnífsoddi
- 50 g smjör
- 1 egg
- 50 g sykur
- 50 g frosin bláber
- 6 pappa-muffinsform
Aðferð:
- Hitið ofninn í 150°. Rífið með rifjárni efsta lag á sítrónuberkinum.
- Skrapið innan úr vanillustönginni og blandið saman við sítrónubörkinn, kókosmjöl, hveiti og salt.
- Bræðið smjörið í potti og hellið út í kókosblönduna.
- Pískið egg og sykur saman í skál með þeytara þar til ljóst og létt. Setjið út í kókosblönduna með sleif og blandið því næst frosnu bláberjunum út í deigið.
- Setjið deigið í muffinsform og bakið í sirka 20 mínútur þar deigið verður gyllt á toppnum.