Múffur sem enginn fær staðist

Of girnilegar múffur til að láta fram hjá sér fara.
Of girnilegar múffur til að láta fram hjá sér fara. mbl.is/Winnie Methmann

Þess­ar múff­ur eru of girni­leg­ar til að vera sann­ar – þær inni­halda kó­kos­mjöl og blá­ber sem við fáum aldrei nóg af. Við leggj­um til að prófa þessa upp­skrift um helg­ina og koma fjöl­skyld­unni á óvart með ný­bökuðum kræs­ing­um sem sleg­ist verður um. At­hugið að þetta er lít­il upp­skrift sem má auðveld­lega stækka fyr­ir þá sem það vilja.

Múffur sem enginn fær staðist

Vista Prenta

Múff­ur sem eng­inn fær staðist (6 stk.)

  • Sítr­óna
  • 1 vanillu­stöng
  • 100 g kó­kos­mjöl
  • 40 g hveiti
  • Salt á hnífsoddi
  • 50 g smjör
  • 1 egg
  • 50 g syk­ur
  • 50 g fros­in blá­ber
  • 6 pappa-muff­ins­form

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 150°. Rífið með rif­járni efsta lag á sítr­ónu­berk­in­um.
  2. Skrapið inn­an úr vanillu­stöng­inni og blandið sam­an við sítr­ónu­börk­inn, kó­kos­mjöl, hveiti og salt.
  3. Bræðið smjörið í potti og hellið út í kó­kos­blönd­una.
  4. Pískið egg og syk­ur sam­an í skál með þeyt­ara þar til ljóst og létt. Setjið út í kó­kos­blönd­una með sleif og blandið því næst frosnu blá­berj­un­um út í deigið.
  5. Setjið deigið í muff­ins­form og bakið í sirka 20 mín­út­ur þar deigið verður gyllt á toppn­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert