Flatbrauð með eggi og chutney a la Jamie Oliver

Flatbrauð að hætti Jamie Oliver, svo einfalt og svakalega gott.
Flatbrauð að hætti Jamie Oliver, svo einfalt og svakalega gott. mbl.is/Jamie Oliver

Herra Oli­ver veit al­veg hvað hann syng­ur þegar kem­ur að mat­ar­gerð. Hér er ein dá­sam­leg upp­skrift að flat­brauði með eggj­um og mango chut­ney sem við mæl­um sann­ar­lega með að prófa.

Flatbrauð með eggi og chutney a la Jamie Oliver

Vista Prenta

Flat­brauð með eggi og chut­ney a la Jamie Oli­ver (fyr­ir 2)

  • 4 stór egg
  • 100 g hveiti
  • 6 msk. hrein jóg­úrt
  • 2 msk. mango chut­ney
  • 1 rauður chili
  • Salt á hnífsoddi
  • Ólífu­olía

Aðferð:

  1. Setjið egg­in í sjóðandi vatn og sjóðið í ná­kvæm­lega í 5½ mín­út­ur. Látið þá und­ir renn­andi kalt vatn og takið skurn­ina af.
  2. Hitið pönnu á meðal­hita. Mixið sam­an í skál, hveiti, sjáv­ar­salt á hnífsoddi, 4 msk. af jóg­úrt og eina mat­skeið af ólífu­olíu, þar til þú færð deig.
  3. Skiptið deig­inu til helm­inga og rúllið út þannig að deigið sé um ½ cm á þykkt­ina. Steikið á pönn­unni í 3 mín­út­ur eða þar til gyllt á lit. Munið að snúa og elda báðum meg­in.
  4. Setjið rest­ina af jóg­úrt­inni og mango chut­ney yfir brauðin. Skerið egg­in til helm­inga og setjið á brauðið – ýtið aðeins á egg­in með gaffli ef vill.
  5. Skerið chili í mjög litla bita og dreifið yfir. Skvettið smá ólífu­olíu yfir og saltið og piprið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka