Fylltar kartöflur með eggi og beikoni

Kvöldverðurinn fyrir okkur öll sem elskum egg og beikon.
Kvöldverðurinn fyrir okkur öll sem elskum egg og beikon. mbl.is/Winnie Methmann

Af hverju höfum við ekki smakkað þessa snilldarútgáfu fyrr? Hér er brauðinu sleppt, sem annars er algeng sjón með hráefnum sem þessum, og kartafla notuð í staðinn. Útkoman verður frábær kvöldmatur sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara.

Fylltar kartöflur með eggi og beikoni

  • 4 stórar bökunarkartöflur
  • ½ msk. ólífuolía
  • 1 dl gróft salt

Fylling:

  • 200 g beikon
  • 2 avocado
  • 4 egg
  • Salt og pipar
  • Handfylli púrrulaukur
  • 150 g blandað salat

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°. Skerið kross í kartöflurnar sem fer í gegnum þær miðjar og smyrjið þær að innan með ólífuolíu.
  2. Dreifið salti á botninn á eldföstu móti og leggið kartöflurnar ofan á. Stráið salti yfir kartöflurnar. Bakið í ofni í 1 klukkustund eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
  3. Fylling: Steikið beikonið stökkt á þurri pönnu. Leggið því næst á eldhúspappír og leyfið fitunni að leka af.
  4. Skerið avocado í skífur.
  5. Þrýstið aðeins á kartöflurnar þannig að þær opnist betur og búið til smá pláss fyrir eggin. Sláið einu eggi ofan í hverja kartöflu og setjið aftur inn í ofn í 5 mínútur eða þar til eggjahvíturnar eru orðnar „fastar“.
  6. Toppið hverja kartölfu með beikoni, avocado-skífum, salti, pipar og púrrulauk.
  7. Berið fram með fersku salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert