Helgarpizzan er gúrmet calzone

Calzone er flatbaka vikunnar.
Calzone er flatbaka vikunnar. mbl.is/Parker Feierbach

Erum við mögu­lega að gleyma þess­ari frá­bæru út­gáfu af pizzu? Calzo­ne er öðru­vísi upp­lif­un á hinni ein­földu flat­böku þegar hrá­efn­in eru fal­in und­ir deig­inu. Í þessu til­viki eru eng­ar regl­ur varðandi hrá­efnið, þú set­ur þitt calzo­ne sam­an með öllu því sem hug­ur­inn girn­ist.

Helgarpizzan er gúrmet calzone

Vista Prenta

Helgarp­izz­an er gúrme calzo­ne

  • Bök­un­ar­sprey
  • Pizza­deig
  • Hveiti
  • Pizzasósa
  • Ricotta
  • Pepp­eróni
  • Rif­inn ost­ur
  • Ólífu­olía
  • Kos­her-salt

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 260° og úðið tvær bök­un­ar­plöt­ur með bök­un­ar­spreyi.
  2. Stráið hveiti á borðið, skiptið pizza­deig­inu niður og fletjið út.
  3. Setjið pizzasósu fyr­ir miðju deigs­ins og dreifið létti­lega úr. Setjið ricotta, pepp­eróni og rif­inn ost ofan á sós­una.
  4. Brjótið deigið sam­an til helm­inga og klemmið end­ana sam­an. Smyrjið með ólífu­olíu og stráið salti yfir. Gott er að skera í topp­inn á 2-3 stöðum til að loft nái að leika um.
  5. Bakið í ofni þar til gyllt og ost­ur­inn bráðnaður, um 20 mín­út­ur. Gott er að pensla aft­ur með olíu eft­ir helm­ing­inn af tím­an­um í ofn­in­um.
  6. Látið kólna í nokkr­ar mín­út­ur áður en borið er fram.
mbl.is/​Par­ker Feier­bach
mbl.is/​Par­ker Feier­bach
mbl.is/​Par­ker Feier­bach
mbl.is/​Par­ker Feier­bach
mbl.is/​Par­ker Feier­bach
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert