Kjúklingasalatið sem dæturnar elska

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er alltaf vin­sælt að vera með mat sem af­kvæmun­um hugn­ast enda fátt martraðar­kennd­ara en von­brigðagrát­ur barn­anna þegar afrakst­ur elda­mennsk­unn­ar er sett­ur á kvöld­verðar­borðið.

Berg­lind Hreiðars á Gotte­rí & ger­sem­ar á bless­un­ar­lega ekki við þetta vanda­mál að stríða enda eru af­kvæmi henn­ar af­skap­leg hrif­in af henn­ar eld­hús­k­únst­um. Hún seg­ir að dæt­ur sín­ar elski þetta sal­at sem alla jafna er kallað „jap­anska kjúk­linga­sal­atið“ á henn­ar heim­ili. Sal­atið hef­ur hún gert í mis­mun­andi út­færsl­um en gott sé að hafa nóg af hnet­um og fræj­um í því.

Eitt það besta sem stelp­urn­ar mín­ar fá er kjúk­linga­sal­at. Við höf­um ótal sinn­um gert „jap­anska kjúk­linga­sal­atið“ með núðlun­um sem hef­ur verið birt í mis­mun­andi út­færsl­um á hinum ýmsu miðlum. Sós­an sem er hér á ferðinni er með svipuðu ívafi og það er al­veg svaka­lega gott að hafa fullt af brak­andi góm­sæt­um hnet­um og fræj­um í svona sal­ati.

Kjúklingasalatið sem dæturnar elska

Vista Prenta

Brak­andi kjúk­linga­sal­at

  • 1 pk. kjúk­linga­lund­ir
  • 100 ml sweet chili-sósa
  • 3 msk. Til ham­ingju-ses­am­fræ
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar
  • Salt, pip­ar og hvít­lauks­duft
  1. Steikið kjúk­ling­inn í ol­í­unni og kryddið til með salti, pip­ar og hvít­lauks­dufti.
  2. Hellið sweet chili-sós­unni út á þegar hann er til­bú­inn og leyfið að malla í 2-3 mín­út­ur og stráið ses­am­fræj­un­um yfir.
  3. Færið kjúk­ling­inn yfir á disk/​leggið pönn­una til hliðar á meðan sósa og sal­at er út­búið.

Sósa

  • 120 ml ólífu­olía
  • 50 ml bal­sa­mike­dik
  • 3 msk. púður­syk­ur
  • 2 msk. soya-sósa
  • 2 msk. teryaki-sósa
  1. Allt sett í pott, hitað að suðu og leyft að sjóða á meðal­há­um hita í 3-5 mín­út­ur.
  2. Hræra vel í all­an tím­ann og taka af hell­unni þegar byrj­ar að þykkna.
  3. Leyfa að kólna aðeins í pott­in­um (hræra oft í á meðan svo hún skilji sig ekki).

Sal­at

  • 100 g Til ham­ingju-kasjúhnet­ur
  • 100 g Til ham­ingju-sól­blóma­fræ
  • 50 g Til ham­ingju-möndlu­f­lög­ur
  • 1 poki kletta­sal­at
  • 3-4 lít­il avóka­dó
  • Klasi af vín­berj­um
  • ¼ brok­koli­haus
  • ½ rauðlauk­ur
  • Nokkr­ir kirsu­berjatóm­at­ar

Ristið á þurri pönnu kasjúhnet­ur, sól­blóma­fræ og möndlu­f­lög­ur þar til brún­ast.

Skerið niður avóka­dó, vín­ber, brok­koli, lauk og tóm­ata.

Skellið öll­um hrá­efn­un­um sam­an í skál og setjið vel af sósu yfir og blandið sam­an (gott er að setja um helm­ing­inn af sós­unni og hafa hinn til hliðar fyr­ir þá sem vilja meira).

Raðið að lok­um kjúk­lingn­um yfir sal­atið og berið fram.

mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert