Undraefnið eplaedik

Eplaedik er algjört undraefni.
Eplaedik er algjört undraefni. mbl.is/Shutterstock

Við töl­um í fullri al­vöru um hversu magnað epla­e­dik get­ur verið. Ed­ikið er ekki bara gagn­legt á móti vefjagigt, sveppa­sýk­ing­um og síþreytu – held­ur einnig magnað hreinsi­efni fyr­ir lík­amann og heim­ilið. Þú get­ur auðveld­lega þrifið flís­ar og spegla með því að blanda ed­iki út í vatn þar sem bland­an er sýkla­drep­andi.

Og þar sem epla­e­dik er svo undra­vert efni er það frá­bært í hárið. Þeir sem glíma við þurr­an hár­svörð og flösu ættu að prófa blanda ¼ bolla af eplasíder-ed­iki við ¼ bolla af vatni. Úðið þessu í hárið og á koll­inn en passið að bland­an leki ekki í augu og eyru. Vefjið því næst hand­klæði utan um höfuðið og látið standa í 15 mín­út­ur til 1 klukku­stund. Eft­ir það er hárið þvegið. Notið þessa aðferð einu sinni til tvisvar í viku til að losna við leiðinda­flösu.

Ertu með þurran hársvörð? Þá getur eplaedik komið hér til …
Ertu með þurr­an hár­svörð? Þá get­ur epla­e­dik komið hér til bjarg­ar. mbl.is/​healt­hline.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert