Takið roðið af bleikjunni og setjið í loftþéttan poka (vacuum) með olíu. Eldið í sous vide-potti við 43°C í 15 mín. Setjið í kæli.
Svarthvítlauksmajónes
Setjið hvítlauk, eggjarauður og vatn saman í blandara og blandið vel saman. Bætið olíu varlega við. Smakkað til með salti.
Setjið svarthvítlauksmajónesið í skál. Rífið bleikjuna niður og setið ofan á hvítlaukinn.
Myljið graskersfræ og steikið smá parmaskinkubeikon. Dreifið yfir ásamt brauðraspi. Gott að skreyta með dillolíu, vatnakarsa og fersku dilli.
(Hægt er að búa til dillolíu með því að blanda saman í blandara dilli og olíu og sía svo dillið frá).